Skráning

Næsta námskeið verður haldið hjá Stjörnunni í Garðabæ 13. nóvember kl.17:30 í fyrirlestrarsal og íþróttasal. Námskeiðið er ætlað öllum iðkendum í 10. flokki og uppúr, stjórnarfólki, foreldrum og öðru áhugafólki um körfuknattleik.

Námskeið 1 - Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri. Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni. Námskeið 1 veitir þátttakenda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri.
Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingtíma undir námskeiðið. Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst.

Skráning:

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira