Dagskrá námskeiðs

KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem er liður í fræðsluáætlun KKÍ. Næstu námskeið eru Þjálfari 1.a. og verður það haldið dagana 19.-21. maí og Þjálfari 2.c. sem verður haldið helgina 27.-28.maí. Hér að neðan má nálgast dagskrá námskeiðana. 

Hér er hægt að skrá sig á Þjálfara 1.a.

Hér er hægt að skrá sig á Þjálfara 2.c.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Ágúst Björgvinsson, agustb@kki.is

 

Þjálfari 1.a. - Dagskrá 

Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.

Föstudagur 19. maí - Íþróttamiðstöðin Laugardal
17:00-17:40 Setning og kynning á þjálfaravef FIBA Europe - Snorri Örn Arnaldsson
17:40-18:00 Matur
18:00-19:20 Skipulag þjálfunar og kennslufræði (yngri en 12 ára) - Snorri Örn Arnaldsson
19:30-20:30 Minnibolti og þjálfun barna - Snorri Örn Arnaldsson

Laugardagur 20. maí - Staðsetning auglýst síðar
09:00-10:20 Boltaæfingar, knattrak, leikir og fótavinna - Snorri Örn Arnaldsson
10:30-12:10 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut), sendingar og sniðskot - Lárus Jónsson
12:10-12:50 Matarhlé
12:50-14:10 Skottækni, fótavinna og leikir - Sævaldur Bjarnason
14:20-15:40 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5) - Snorri Örn Arnaldsson

Sunnudagur 21. maí – Íþróttahúsinu Ásvöllum Hafnafirði
11:00-12:30 Úrvalsbúðir KKÍ · Verklegt
12:30-13:30 Umræður
13:30-14:30 Verklegt próf (7,5%) og munnlegt próf (7,5%)
13:30-14:30 Matarhlé
14:30-15:00 Próf

Dagskrá (Birt með fyrirvara um breytingar á uppröðun. Tímasetningar hvers dags standa:)

Þjálfari 2.c. - Dagskrá

KKÍ þjálfari 2.c er helgarnámskeið 26 til 28 maí 2017. Námskeiðið er samtals 20 kennslustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna og unglinga 17 ára og yngri, einstaklingsþjálfun og hvernig skuli byggja upp leikmenn og sérhæfa þá eftir leikstöðum. Farið er í tveggja og þriggja manna spil, mikilvægi á að hita upp og gera styrktar- og þolæfingar sérhæft fyrir körfubolta.

Föstudagur 26. maí
17:00-17:10 Setning - Ágúst Björgvinsson
17:10-18:30 Sókn - Hraðupphlaups leikur - Svetislav Pesic
18:30-19:00 Matarhlé
19:00-20:20 Vörn - Hraðupphlaups leikur - Svetislav Pesic
20:30-21:30 Augu dómarans - Leifur Garðarsson

Laugardagur 27. maí
09:00-10:20 Sókn - Bolta hindrun (e. Pick & Roll) - Svetislav Pesic
10:40-12:00 Vörn - Bolta hindrun (e. Pick & Roll) - Svetislav Pesic
12:00-12:40 Matarhlé
12:40-14:00 Varnarleikur - Ívar Ásgrímsson
14:10-15:30 Sóknarleikur - Friðrik Ingi Rúnarsson

Sunnudagur 28. maí
09:00-10:20 Meiðslafyrirbyggjandi æfingar og upphitun - Helgi Jónas Guðfinsson
10:30-11:50 Einstaklingsþjálfun, leikmanna - Benedikt Guðmundsson
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:30 Líkamleg þjálfun, hraða og senrpu þjálfun fyrir körfubolta - Helgi Jónas Guðfinsson
13:40-14:20 Skipulag þjálfunar - Ágúst Björgvinsson
14:30-15:00 Skriflegt lokapróf KKÍ Þjálfari 2 (20%)

Þegar þjálfari hefur lokið og skilað öllum verkefnum verður þjálfari boðaður í útskrift og afhent þjálfaréttindi KKÍ þjálfari 2.

Dagskrá röð birt með fyrirvara um breyttingar