Fréttir

Nýjustu fréttir

Breyting í 1. deild karla

16 ágú. 2017Stjórn KKÍ hefur samþykkt að tillögu mótanefndar þess efnis að eitt lið falli úr 1. deild karla í 2. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2017-18. Aðeins eitt A lið mun fara upp í 1. deild karla að lokinni úrslitakeppni í 2. deild karla. Meira

U16 drengja: Tap gegn Belgum og Ísland leikur um sæti 9-16

16 ágú. 2017Íslenska drengjalandsliðið tapaði fyrir Belgíu í gær og mætir Póllandi á morgun.Meira

Metfjöldi landsleikja hjá KKÍ árið 2017

15 ágú. 2017Þegar þetta er skrifað hafa íslensk landslið leikið 87 landsleiki á þessu ári sem er nýtt met yfir fjölda leikja á einu ári. Gamla metið var frá árinu 2015 en þá léku okkar landslið 86 leiki.Meira

U15 ára drengir: Æfingar um helgina

15 ágú. 2017U15 ára drengjalandsliðið mun koma saman næstu helgi, dagana 19.-20. ágúst. Boðaðir hafa verið 35 leikmenn til æfinga. Æfinga eru liður í undribúningi fyrir U16 ára lið drengja fæddir árið 2002. Meira

EM U16 drengja: Tap fyrir Grikkjum í hörku leik - Belgía á morgun

14 ágú. 2017Íslensku strákarnir í U16 gáfu frábæru liði Grikkja heldur betur leik í dag á Evrópumótinu sem fram fer þessa dagana í Sofia í Búlgaríu.Meira

U15 æfingar og leikir gegn U15 liði Írlands hér heima

14 ágú. 2017U15 ára stúlknalandsliðið mun koma saman í vikunni og æfa saman og leika svo fjóra æfingaleiki gegn liði Írlands. Árni Hilmarsson þjálfari hefur boðað 20 leikmenn í verkefnið, en liði Íra kemur hingað á eigin vegum og er þetta í fyrsta sinn sem U15 ára lið kemur hingað til lands og fyrstu landsleikirnir sem fara fram á Flúðum. Leikmönnum verður skipt í tvö lið og því leika liðin tvo leiki á dag.Meira

U16 drengja: Slæmt tap gegn HvítRússum í gær, leikur gegn Grikkjum á morgun

13 ágú. 2017Ísland tapaði fyrir Hvíta Rússlandi í gær og mætir toppliði riðilsins á morgun.Meira

Kazan Tournament 2017 lokið: Ísland í 3. sæti og Martin valinn í úrvalsliðs mótsins

13 ágú. 2017Ísland lék í dag gegn heimamönnum Rússum á alþjóðlegu móti í Kazan í Rússlandi. Eftir brösuga byrjun þar sem íslenska liðið hitti illa úr annars góðum færum, voru það Rússar sem byrjuðu vel og voru á endanum 48:31 yfir í hálfleik. Okkar strákar léku mun betur í seinni hálfleik og var munurinn 6 til 4 stig í nokkur skipti. Sterkt lið Rússa svaraði öllum áhlaupum okkar stráka jafnharðan með skilvirkum leik og góðri hittni í dag og höfðu að lokum 13 stiga sigur, 82:69.Meira

Kazan Tournament 2017: Lokaleikur okkar stráka gegn Rússlandi

13 ágú. 2017Í dag kl. 09:30 að íslenskum tíma mætast Rússland og Ísland í vináttulandsleik á alþjóðlegu móti í Kazan en þetta er lokaleikurinn hjá okkar strákum á þessu móti.Meira

EM u18 stúlkna: Sigur á Noregi í dag - leikur um 13. sæti á morgun

12 ágú. 2017Ísland spilaði í dag við Noreg í leik um sæti 13-16 á EM í Dublin. Þetta var í annað skiptið á ​sjö vikum sem liðin etja kappi en fyrri leikurinn var á Norðurlandamótinu í Finnlandi í júní þar sem Ísland hafði 12 stiga sigur.Meira

Kazan Tournament 2017: Sigur á Ungverjum í leik dagsins

12 ágú. 2017Nú er nýlokið leik Íslands og Ungverjalands á alþjóðlegu æfingamóti í Kazan í Rússlandi. Leikurinn var jafn og spennandi fram á lokamínútur en okkar strákar höfðu betur, lokatölur 60:56. Meira

Kazan Tournament 2017: Ísland-Ungverjaland í dag

12 ágú. 2017Í dag er komið að öðrum leikdegi á alþjóðlegu æfingamóti sem fram fer í Kazan í Rússlandi og er andstæðingur dagsins Ungverjar. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Ungverjar mættu Rússum í gær og töpuðu 69:84.Meira

EM u18 stúlkna: Spilað um sæti 13-16 á morgun

11 ágú. 2017Ísland spilaði á móti Búlgaríu í dag um sæti 9-16 á Evrópumótinu í Dublin. Leikur íslenska liðsins var mjög góður framan af og var fyrri hálfleikur jafn og flottur. Staðan eftir 1. leikhluta var 21-13 Búlgörum í vil en í 2. leikhluta spýttu íslensku stelpurnar í lófana og unnu þann leikhluta 17-20 og því var staðan í hálfleik 38-33 fyrir Búlgaríu.Meira

Kazan Tournament 2017: Óþarflega stórt tap gegn Þjóðverjum

11 ágú. 2017Ísland laut í lægra haldi fyrir Þýskalandi, 66:90, á alþjóðlegu æfingamót í Kazan í Rússlandi. Meira

EM U16 drengja: Annar öruggur sigur, Hvíta Rússland á morgun.

11 ágú. 2017Drengirnir í 16 ára landsliðinu fylgdu góðum sigri á Sviss í gær eftir með öruggum sigri á Rúmeníu​ í dag 67-45 og mæta Hvíta Rússlandi á morgun.Meira

Kazan Tournament 2017: Ísland mætir Þýskalandi í dag

11 ágú. 2017Karlalið Íslands hefur leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kazan í Rússlandi í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum.Meira

EM U16 drengja: Öruggur sigur í fyrsta leik, Rúmenía á morgun.

10 ágú. 2017Íslensku drengirnir byrjuðu EM með öruggum sigri á Sviss og mæta Rúmeníu á morgun kl 10:45 í beinni á YouTube.Meira

Þjálfaranámskeið KKÍ - Haust 2017

10 ágú. 2017Enn er opið fyrir skráningar á næstu þjálfaranámskeið. Frestur til að skrá á lægra gjaldi fyrir 1.c. er til 13. ágústs en á 1.a. til 15. ágústs.Meira

EM U16 drengja spilar gegn Sviss í dag kl 10:45

10 ágú. 2017Í dag klukkan 10:45 á íslenskum tíma hefja drengirnir í U 16 landsliði Íslands leik á Evrópumótinu í beinni útsendingu á YouTube.Meira

EM u18 stúlkna: Stórsigur í lokaleik riðlakeppninnar

10 ágú. 2017Íslensku stelpurnar mættu heldur betur tilbúnar til leiks gegn Albaníu í Dublin í dag. Þessi leikur var úrslitaleikur um það hvort liðið myndi spila um sæti 9-16 en liðið sem tapaði spilar um sæti 17-24. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkar gjörsigruðu lið Albaníu með 83 stiga mun.Meira