Fréttir

Nýjustu fréttir

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 20.03.2019

20 mar. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi máli í vikunni.Meira

KKÍ og Errea gera nýjan samning

20 mar. 2019KKÍ og Errea hafa endurnýjað og gert nýjan samning til næstu fjögurra ára, en landslið KKÍ hafa klæðst Errea fatnaði síðan 2014, og munu því gera það áfram út árið 2022. Mikil ánægja er hjá KKÍ með nýja samninginn og hefur samstarfið við Errea á Íslandi reynst KKÍ og leikmönnum þess mjög vel. Errea sér landsliðum KKÍ fyrir keppnisfatnaði sem og æfingafatnaði og ferðafatnaði fyrir verkefni landsliðana að venju.Meira

Vinnuhópar fyrir tvær efstu deildir karla og kvenna

20 mar. 2019Samkvæmt samþykkt KKÍ þings síðastliðinn laugardag á stjórn KKÍ að skipa tvo vinnuhópa eigi síðar en 31.mars 2019, annars vegar er snýr að keppnisfyrirkomulagi tveggja efstu deilda karla og hins vegar keppnisfyrirkomulagi tveggja efstu deildar kvenna. Þeir sem hafa áhuga á taka þátt í vinnu í öðrum hvorum hópnum geta sent tölvupóst á kki@kki.is fyrir kl.16:00 miðvikudaginn 27.mars.Meira

Eyjólfur Þór og Páll sæmdir gullmerki KKÍ

19 mar. 2019Á Körfuknattleiksþinginu sem fram fór á laugardaginn síðasta voru tveir einstaklingar sæmdir Gullmerki KKÍ. Það voru þeir Eyjólfur Þór Guðlaugsson og Pál. Kolbeinsson sem fengu afhent gullmerki KKÍ fyrir ómetanlegt áratuga starf fyrir körfuboltann í landinu en báðir hafa verið í stjórn KKÍ til margra ára en þeir báðir voru að láta af störfum í stjórn KKÍ á þinginu nú. KKÍ Þakkar þeim Eyjólfi Þór og Páli allt sitt óeigingjarna starf sem þeir hafa innt af hendi undanfarin ár.​Meira

Hannes S. Jónsson endurkjörinn formaður

18 mar. 2019Um helgina fór fram 53. Körfuknattleiksþing KKÍ en þingið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður en hann var einn í framboði.Meira

Níu einstaklingar sæmdir silfurmerki KKÍ

18 mar. 201953. Körfuknattleiksþing KKÍ var haldið á laugardaginn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Við það tilefni voru níu einstakingar sæmdir silfurmerki KKÍ. Allir þessir einstaklingar hafa unnið mikið og óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir KKÍ og sín félög. Það má segja að þau hafi tekið við viðurkenningu sinni fyrir hönd allra sjálfboðaliða í körfuboltahreyfingunni Eftirfarandi einstaklingar hlutu silfurmerki KKÍ: Pétur Hólmsteinsson · ÍR Páll Sævar Guðjónsson · KR Einar Bjarkason · Keflavík Ólafur Bjarni Tómasson · ÍR Sara Pálmadóttir · Haukar Einar Árni Jóhannsson · Njarðvík/KKÍ Friðrik Ragnarsson · Njarðvík Ingólfur Þorleifsson · Vestri Sigríður Halldóra Kristjánsdóttir · Breiðablik ​Meira

Þór Ak. er deildarmeistari í 1. deild karla

16 mar. 2019Þór Ak. er deildarmeistari í 1. deild karla en liðið fékk bikarinn afhentan eftir lokaleik deildarinnar í gærkvöldi.Meira

Setningarræða formanns KKÍ á 53. þingi KKÍ

16 mar. 2019Kæru þingfulltrúar, kæru vinir. Ég býð ykkur öll velkomin hingað í Laugardalinn á 53. Körfuknattleiksþingið og hlakka mikið til að vera með ykkur hér í dag að fjalla um framtíð körfuboltans sem okkur öllum þykir vænt um og viljum að haldi áfram að dafna vel í íslensku íþróttalífi um ókomna framtíð.Meira

Stjarnan er deildarmeistari í Domino´s deildar karla 2019

15 mar. 2019Stjarnan er deildarmeistari í Domino´s deild karla.Meira

U15 ára lið drengja og stúlkna · Sumar 2019

15 mar. 2019Þjálfarar U15 ára liðanna hjá drengjum og stúlkum hafa valið sín 18 manna lokalið fyrir sumarið 2019. Þá mun Ísland senda til leiks á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvo 9 manna lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní. Þjálfarar liðana héldu Afreksbúðir sl. sumar og voru með æfingar milli jóla og nýárs auk þess að hafa fylgst með leikmönnum í vetur í leikjum. Þá var valnefnd sem kom að og fór yfir rökstuðning þjálfara um val á einstökum leikmönnum í lokahópunum en valnefndin samastendur af þjálfara og aðstoðarþjálfara liðanna beggja og yfirþjálfara yngri landsliðs KKÍ og afreksstjóra KKÍ. Eftirtaldir leikmenn skipa lið Íslands hjá U15 í sumar:Meira

Domino's deild karla · Lokaumferðin í kvöld + Domino's Körfuboltakvöld uppgjör og verðlaun

14 mar. 2019Í kvöld fer fram 22. og jafnframt síðasta umferðin í Domino's deild karla kl. 19:15 þegar leiknir verða sex leikir. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum samtímis, það er leik Tindastóls og Keflavíkur og Grindavíkur og ÍR. Á morgun föstudag verður bein útsending frá uppgjörsþætti þar sem leikmenn og þjálfarar verða verðlaunaðir fyrir seinni hluta tímabilsins og úrslitakeppninni gerð skil sem framundan er.Meira

Domino's deild kvenna · SNÆ-KR í beinni á Stöð 2 Sport

13 mar. 2019Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir beint frá leik Snæfells og KR. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudaginn 13. mars 4️⃣ leikir í kvöld 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 SNÆFELL-KR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-HAUKAR 🏀 BREIÐABLIK-VALUR 🏀 STJARNAN-SKALLAGRÍMUR #korfubolti #dominosdeildinMeira

Fjölnir er deildarmeistari í 1. deild kvenna

11 mar. 2019Fjölniskonur fengu bikar afhentan fyrir að vera deildarmeistari í 1. deild kvenna.Meira

Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

11 mar. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Breiðholtinu og sýnir beint frá Hertz-hellinum frá leik ÍR og KR. Á sama tíma mætast einnig Stjarnan og Grindavík í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Í lok leikjanna verður svo farið yfir málin í Domino's deildum karla og kvenna og rýnt í leiki helgarinnar í deildunum. 🍕 Domino's deild karla 2️⃣ leikir í kvöld + Körfuboltakvöld 🗓 Mánudaginn 11. mars 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 ÍR-KR ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport 🏀 STJARNAN-GRINDAVÍK ⏰ 21:15 ➡️ KÖRFUBOLTAKVÖLD á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominosdeildinMeira

Körfuknattleiksþing 2019

8 mar. 2019Laugardaginn 16. mars fer fram 53. Körfuknattleiksþing KKÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Nú eru komin inn öll helstu gögnin fyrir þingið svo sem tillögur sem ræddar verða á þinginu og skýrsla KKÍ fyrir 207-2019. Nöfn þingfulltrúa bætast svo við eftir helgi eftir að öllum kjörbréfum hefur verið skilað inn. Hægt er að skoða öll gögn fyrir þingið hér á kki.is undir > um KKÍ eða hér á síðu þingsins: Körfuknattleiksþing 2019Meira

Domino's deild karla · Tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld

7 mar. 2019Fimm leikir fara fram í kvöld í Domino's deild karla kl. 18:30, 19:15 og 20:15. Stöð 2 Sport sýnir fyrst frá leik Þórs Þ. og Keflavíkur kl. 18:30 og síðan leik Vals og Skallagríms kl. 20:15. Allir leikir að venju í lifandi tölfræði hér á kki.is. Meira

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í kvöld

6 mar. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Breiðablik tekur á móti Skallagrím í Smáranum, Keflavík fær Snæfell í heimsókn á Blue-höllina í Keflavík og Stjarnan og KR mætast í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Stöð 2 Sport verður í Kópavogi og sýnir Breiðablik-Skallagrímur beint. Meira

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Haukar kl. 20:00

5 mar. 2019Einn leikur fer fram kl. 20:00 í kvöld að Hlíðarenda í Origo-höll Vals, þegar Valur mætir Haukum. 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Miðvikudagur 5. mars 🎪 Origo-höllin, Hlíðarenda 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 20:00 🏀 VALUR-HAUKAR #korfubolti #dominosdeildinMeira

Domino's deild karla · Toppslagur í kvöld

4 mar. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla en þá mætast efstu tvö liðin í deildinni, Stjarnan sem er í öðru sæti með 28 stig og Njarðvík sem er með 30 stig, en leikið verður í Garðabænum á heimavelli Stjörnunnar. Þá mætast Keflavík og Haukar í Keflavík en báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðbænum og sýnir beint frá leiknum í kvöld. Að honum loknum tekur svo við Domino's körfuboltakvöld kl. 21:10 þar sem farið verður yfir síðustu leiki hjá körlum og konum.Meira

Benedikt Guðmundsson ráðinn nýr þjálfari landsliðs kvenna

1 mar. 2019Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari landsliðs kvenna til næstu fjögurra ára. Hann tekur við starfinu af Ívari Ásgrímsyni sem lét af störfum í lok nóvember eftir undankeppnin fyrir EM2019, sem fram fer í sumar, var lokið. Framundan er undankeppni fyrir EuroBasket 2021 sem hefst næsta haust sem og Smáþjóðaleikar í lok maí á þessu ári á vegum ÍSÍ en þar mun Íslands eiga tvö lið í keppni. Undankeppni EM hefst svo í nóvember 2019 og verður haldið áfram í nóvember 2020 og febrúar 2021. Dregið verður í riðla í sumar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira