Fréttir

Nýjustu fréttir

Tölfræðinámskeið – hvernig á að skrá tölfræði rafrænt

24 sep. 2017Laugardaginn 30. september verður námskeið haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal vegna rafrænntar tölfræðiskráningar.Meira

Þjálfaranám KKÍ 1.c um helgina

22 sep. 2017KKÍ þjálfari 1.c er helgarnámskeið og fjarnám. Námskeiðið mun fara fram í íþróttamiðsöðinni Laugardal 3. hæð (fyrir hádegi á laugardag bókleg kennsla) og verkleg Kjalanesi. Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri í KKÍ 1.c náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1.a, b og c námi útskrifast með KKÍ 1 þjálfara réttindi. Meira

Formannafundur KKÍ í dag kl. 17

22 sep. 2017Í dag föstudaginn 22. september fer fram formannafundur KKÍ fyrir tímabilið 2017-2018. Fundurinn verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í E-sal á 3. hæð. Dagskrá fundarinn verður eftirfarandi:​Meira

Meistarar meistaranna 2017

21 sep. 2017Að venju munu árlegir leikir meistara meistaranna fara fram í ár fyrir upphaf deildarkeppni Domino's deildanna hjá konum og körlum, en leikirnir marka jafnan upphafið á tímabilinu ár hvert. Í ár verður leikið á heimavelli íslandsmeistara kvenna og fara því leikirnir fram í TM-höllinni í Keflavík. Leiktímar verða 17:00 hjá körlum og 19:15 hjá konum.Meira

Þjálfurum boðið að sitja haustfund dómara

19 sep. 2017Þjálfurum allra flokka er boðið á haustfund dómara sem verður laugardaginn 23. september kl. 09:30-18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.Meira

Fyrstu sjónvarpsleikir Domino's deildanna klárir – Fjörið byrjar í Hólminum og í DHL-höllinni

18 sep. 2017Nú er klárt hvaða leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport úr fyrstu umferðum Domino´s deilda karla og kvenna. En sýnt verður fjóra daga í röð þegar keppnistímabilið hefst. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur úr deildarkeppninni verður leikur Snæfells og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna þann 4. október. Svo verða tveir leikir sýndir úr Domino´s deild karla. Fimmtudaginn 5. október er það leikur KR og Njarðvíkur og svo á föstudeginum 6. október er það Grindavík gegn Þór Þ. Svo er lokaleikur þessarar opnunarveislu viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks í Domino´s deild kvenna laugardaginn 7. október.Meira

EuroBasket 2017 · Úrslitaleikirnir í dag og kvöld

17 sep. 2017​Í dag og kvöld er komið að lokaleikjunum á EM, EuroBasket 2017, þegar leikurinn um 3. sætið og úrslitaleikurinn fara fram í Istanbúl í Tyrklandi. Hvorki Slóvenía né Serbía hafa unnið titilinn áður. Serbía hefur leikið til úrslita einu sinni, árið 2009, en þá töpuðu þeir fyrir Spánverjum í úrslitunum. Slóvenía hefur aldrei áður farið í úrslitaleikinn en þeir hafa unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og eiga einn leik eftir til að tryggja sér titilinn. Báðir leikirnir sýndir í beinni á RÚV og RÚV2 í dag.Meira

EuroBasket 2017 · Slóvenía-Serbía mætast í úrslitaleiknum

16 sep. 2017Í gær lauk undanúrslitunum á EuroBasket 2017, þegar Serbía lagði Rússlandi í seinni undanúrslitaleiknum. Daginn áður hafði Slóvenía unnið núverandi Evrópumeistara Spánar. Því leika tapliðin um þriðja sætið á morgun, Spánn og Rússland og Slóvenía og Serbía mætast í úrslitaleiknum þar á eftir.Meira

Opin mót félaganna

13 sep. 2017Á heimasíðu KKÍ er komin listi yfir þau opnu mót sem félög innan KKÍ halda í vetur.Meira

Hrunamenn/Laugdælir draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla

13 sep. 2017Lið Hrunamanna/Laugdæla mun ekki spila í 1. deild karla n.k. vetur eins og stóð til. Stjórn félaganna hefur dregið liðið úr keppni og verður því 1. deild karla skipuð níu liðum næsta vetur.Meira

Skráning yngri flokka 2017-18 hafin

12 sep. 2017Búið er að opna fyrir skráningu yngri flokka sem taka þátt í fjölliðamóti fyrir veturinn 2017-18.Meira

EuroBasket 2017 · 8-liða úrslitin framundan

10 sep. 2017Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á EuroBasket 2017, EM í körfubolta í Tyrkalandi. Leikið var í gær og í dag og nú er ljóst hvaða lið fara áfram og hvaða lið munu mætast. A-riðill frá Helsinki í Finnlandi á tvo fulltrúa í 8-liða úrslitunum, Slóvena og Grikki, en Frakkar duttu nokkuð óvænt út gegn Þýskalandi og Ítalía vann vini okkar Finna örugglega. Útlit ef fyrir spennandi leiki og mun RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. Meira

EuroBasket 2017 · 16-liða úrslitin hefjast laugardag · Allt í beinni á RÚV

8 sep. 2017Á morgun laugardag hefst úrslitakeppnin á EM, EuroBasket 2017, og eru fjórir leikir á dagskránni á morgun. Á sunnudag fara svo hinir fjórir leikir 16-liða úrslitanna fram en nú fara öll úrslitin fram í Istanbúl í Tyrkalandi. RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. Gaman verður að fylgjast með framgangi liðanna sem fóru áfram úr A-riðlinum í Helsinki, Slóveníu, Finnlandi, Frakklandi og Grikklandi. Auk þess lékum við æfingaleik gegn Litháen fyrir EM. Meira

EuroBasket 2017 · Frábær frammistaða gegn Finnum

6 sep. 2017Íslenska liðið lék lokaleik sinn á EuroBasket 2017 gegn Finnum í dag. Leikur liðsins var sá lang besti í mótinu til þessa og voru þeir yfir stóran hluta af leiknum. Eftir magnaðar lokamínútur stóðu Finnar uppi sem sigurvegar með fjögurra stiga sigur 83-79.Meira

EuroBasket 2017 · Ísland-Finnland

6 sep. 2017Fimmti og síðasti leikur Íslands á EuroBasket er gegn heimamönnum í Finnlandi í kvöld kl. 20:45 í Finnlandi eða kl. 17:45 á Íslandi. Allt í beinni á RÚV. Ísland á ekki lengur möguleika á því að fara upp úr riðlinum og áfram í 16-liða úrslitin sem fram fara í Tyrklandi. Þrátt fyrir það má búast því að íslenska liðið spili af hörku og gefi allt í leikinn.Meira

EuroBasket 2017 · Frábær barátta íslenska liðsins ekki nóg í dag

5 sep. 2017Slóvenía lagði Ísland 75-102 í dag í fjórða leik Íslands á EuroBasket. Íslenska liðið spilaði sinn besta leik í keppninni til þessa. Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti Slóvena tryggði þeim sigurinn en í þeim leikhluta settu þeir m.a. tvo flautuþrista.Meira

EuroBasket 2017 · ÍSLAND-SLÓVENÍA í dag kl. 10:45 (ISL) / 13:45 (FIN)

5 sep. 2017Í dag er komið að næsta leik okkar á EM, EuroBasket 2017, og eru mótherjar okkar Slóvenar. Slóveníu hefur gengið vel hingaði til og eru efstir í riðlinum eftir þrjá leiki og eru taplausir, með sigra gegn Póllandi, Finnlandi og Grikklandi, og því ljóst að þeir eru eitt sterkasta liðið í A-riðli í Helsinki. Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og er í beinni á RÚV. Því miður er það svo að útprentaðir miðar frá mótshöldurum segja leikinn hefjast kl. 16:30 en hann er kl. 13:45 og því allir beðnir um að láta orðið berast svo enginn missi af leiknum í dag úti í Finnlandi.Meira

EuroBasket 2017 · Gífurleg gæði í franska liðinu

3 sep. 2017Ísland lék þriðja leik sinn á EuroBasket 2017 í dag og að þessu sinni gegn Frökkum. Franska liðið er gífurlega vel mannað og sýndi það í dag af hverju þeir stefna alla leið á Evrópumeistaratitilinn með liðið. Ísland sem lék sinn besta sóknarleik á mótinu til þessa í þessum leik var með 42 stig í hálfleik og hefði það stigaskor dugað til að vera yfir gegn bæði Grikkjum og Pólverjum í hálfleik. Meira

EuroBasket 2017 · Komið að Frakklandi

3 sep. 2017Þriðji leikur Íslands á EuroBasket er gegn hinu gífurlega sterka liði Frakka. Frakkar sem stefna langt í keppninni hófu keppnina á því að tapa fyrir heimamönnum í Finnlandi. En þeir sýndu flotta takta og unnu öruggan sigur á Grikkjum í gær. Það má því segja að verkefni dagsins sé gífurlega erfitt.Meira

Ægir kominn í 50 leikjahópinn

2 sep. 2017Landsleikurinn í dag hjá Ægi Þóri Steinarssyni var hans 50. landsleikur fyrir karlalandslið Íslands. Ægir sem hefur leikið með landsliðinu síðan árið 2012 er búinn að koma inná í báðum leikjum Íslands á EuroBasket 2017. Til hamingju Ægir Þór!Meira