Fréttir

Nýjustu fréttir

Domino's deild kvenna · Úrslitakeppnin 2018

26 mar. 2018Um helgina lauk deildarkeppninni í Domino's deild kvenna 2017-2018 og ljóst hvaða lið leika til úrslita í ár. Fjögur lið fara í úrslit og leika heima og að heiman þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og kemst þar með í lokaúrslitin. Haukar urðu deildarmeistarar, Keflavík varð í öðru sæti, Valur í því þriðja og Skallagrímur tók fjórða og síðasta sætið í úrslitunum í ár. Það verða því Haukar og Skallagrímur sem mætast og Keflavík og Valur. Á morgun þriðjudag verður haldinn blaðamannfundur fyrir úrslitakeppnina í Domino's deild kvenna sem hefst svo strax eftir páska eða þann 2. aprílMeira

8-liða úrslit karla: Stjarnan-ÍR í kvöld · Leikur 4

25 mar. 2018Í kvöld mætast í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla Stjarnan og ÍR í fjórða leik sinnar viðureignar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ásgarði í Garðabæ. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á kki.is. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir ÍR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslitin. Sjáumst á vellinum! #korfubolti ​Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 24.03.2018

24 mar. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál í dag.Meira

Domino's deild kvenna · Lokaumferðin 2017-2018

24 mar. 2018Í dag kl. 16:30 fara fram fjórir síðustu leikir deildarkeppni Domino's deildar kvenna og þá ræðst endanleg röðun liða fyrir úrslitakeppnina sem framundan er. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði í Garðabæ og sýnir beint leik Stjörnunnar og Vals. Allir leikirnir verða svo í lifandi tölfræði á kki.is.Meira

1. deild kvenna: KR-Grindavík í dag - Leikur 3

24 mar. 2018KR og Grindavík eigast við í þriðja sinn í dag kl. 16:30 í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir KR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin í ár og leikur um sæti í Domino's deildinni að ári. Leikurinn verður í lifandi tölfræðilýsingu á kki.is #korfuboltiMeira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 23.03.2018

23 mar. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál í dag.Meira

Domino's deild karla · Leikir kvöldsins í 8-liða úrslitunum

23 mar. 2018Í kvöld er komið að leik þrjú milli Hauka og Keflavíkur og Tindastóls og Grindavíkur. Leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verða báðir sýndir beint. Stöð 2 Sport verður á Ásvöllum og sýnir beint frá leik Hauka og Keflavíkur. Tindastóll-TV verður með beina netútsendingu frá leik Tindastóls og Grindavíkur. Staðan í einvígum liðana er 2-0 á báðum stöðum fyrir liðin sem leika á heimavelli í kvöld, lið Hauka og lið Tindastóls. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í sínu einvígi fer áfram í undanúrslitin en í gærkvöldi var KR fyrst liða til að tryggja sér sæti þar í ár. Domino's deild karla · Leikir kvöldsins Meira

1. deild kvenna · Þór Akureyri-Fjölnir í kvöld - Leikur 4

23 mar. 2018Í kvöld eigast við fyrir norðan á Akureyri heimalið Þórs og Fjölnir úr Grafarvogi. Liðin leika í undanúrslitum og er staðan 2-1 fyrir Fjölni fyrir leik kvöldsins. Fjölnir vann fyrstu tvo leiki liðanna en Þór Akureyri minnkaði muninn í síðasta leik. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin gegn annaðhvort KR eða Grindavík sem leika í hinni viðureigninni. #korfuboltiMeira

1. deild karla · Hamar-Snæfell í kvöld - Leikur 3

23 mar. 2018Í kvöld mætast í Hveragerði Hamar og Snæfell í undanúrslitum 1. deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna og er staðan 2-0 fyrir Hamar. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin gegn Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitunum þegar liðið lagði Vestra í gær í Kópavoginu og þar með 3-0 samanlagt. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. #korfubolti Meira

Domino's deild karla · Fjörið heldur áfram í 8-liða úrslitunum

22 mar. 20188-liða úrslit Domino's deildar karla halda áfram í kvöld og nú er komið að leik þrjú milli KR og Njarðvíkur og ÍR og Stjörnunnar. Leikið verður í DHL-höllinni í Vesturbænum og í Hertz-hellinum Seljaskóla í kvöld og verður sýnt frá báðum leikjum kvöldsins. Stöð 2 Sport sýnir beint leik ÍR og Stjörnunnar, þar sem staðan er 1-1 og KRTV sýnir á netinu leik KR og Njarðvíkur þar sem staðan er 2-0 fyrir KR. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara áfram í undanúrslitin í ár. Meira

1. deild karla · Breiðablik-Vestri í kvöld

22 mar. 2018Breiðablik tekur á móti Vestra í kvöld í Smáranum kl. 19:15 en þetta er þriðji leikur liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Breiðablik og geta því Blikar með sigri í kvöld tryggt sér sæti í lokaúrslitum deildarinnar. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 21.03.2018

21 mar. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál í vikunni.Meira

1. deild kvenna: Tveir leikir í úrslitakeppninni í kvöld

21 mar. 2018Í kvöld eru tveir leikir á dagskránni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í undanúrslitunum en þá mætast Grindavík og KR öðru sinni og Fjölnir og Þór Akureyri í þriðja leik sinnar viðureignar. Meira

Domino's deild kvenna í kvöld · Næst síðasta umferðin

21 mar. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15 en þetta er næst síðasta umferð deildarkeppninnar og það er hörð baraátta um annað sætið í deildinni sem og fjórða og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi í kvöld og sýnir beint frá slag Skallagríms og Stjörnunnar en liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar og eru að keppa um fjórða sætið sín á milli í síðustu tveim umferðunum.Meira

Stjórn evrópska körfuknattleikssambandsins fundar á Íslandi

20 mar. 2018Stjórnarfundur FIBA Europe(evrópska körfuknattleikssambandið) verður í Reykjavík um næstu helgi. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórn FIBA Europe kemur saman til fundar á Íslandi en fundurinn verður á Grand hóteli. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er í stjórn FIBA Europe.Meira

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

20 mar. 2018Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld í úrslitakeppni Domino's deildar karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á leikjunum í kvöld og sýnir beint frá þeim báðum. Leikir kvöldsins · 8-liða úrslit karla: 🏀 Keflavík-Haukar í TM-höllinni í Keflavík (staðan er 0-1 fyrir Hauka) 🏀 Grindavík-Tindastóll, í Mustad höllinni í Grindavík (staðan er 0-1 fyrir Tindastól) Kl. 21:00 verður Domino's Körfuboltakvöld ​síðan sent út í beinni frá Keflavík þar sem farið verður yfir leikina í gær og í kvöld. ​ Á öllum stigum úrslitakeppninnar er leikið er heima og að heiman til skiptis. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í 8-liða úrslitunum fer í undanúrslitin í ár. Leikjaplan allra viðureignanna, úrslit og fleira má sjá á síðu úrslitakeppninnar hér á kki.is. 8-liða úrslit karla: 🍕Domino's deild karla ➡️Leikir 2 ⏰19:15 🏀KEFLAVÍK-HAUKAR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀GRINDAVÍK-TINDASTÓLL · Sýndur beint á Stöð 2 SportMeira

Domino's deild karla · Leikir kvöldsins í 8-liða úrslitunum

19 mar. 2018Í kvöld heldur úrslitakeppni Domino's deildar karla áfram með tveimur leikjum sem hefjast báðir kl. 19:15 en leikir kvöldsins eru: 🏀 Stjarnan-ÍR í Ásgarði, Garðabæ (staðan er 0-1 fyrir ÍR) 🏀 Njarðvík-KR í Ljónagryfjunni, Njarðvík (staðan er 0-1 fyrir KR) Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni og sýnir beint frá leik Njarðvíkur og KR.Meira

1. deild karla: Snæfell-Hamar í kvöld · Leikur 2

19 mar. 2018Í kvöld mætast öðru sinni í sinni undanúrslitaviðureign, lið Snæfells og Hamars, en leikið verður í Stykkishólmi. Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hamars í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í lifandi tölfræði á kki.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í lokaúrslitin, en næsti leikur liðanna verður 23. mars og svo ef þarf dagana 27. og 29. mars. #korfuboltiMeira

1. deild karla · Úrslitakeppnin: Vestri-Breiðablik í kvöld

18 mar. 2018Í kvöld er komið að öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í lokaúrslitin. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is og sýndur beint á netinu hjá Vestra. #korfuboltiMeira

Domino's deild kvenna · Haukar krýndir deildarmeistarar í dag

17 mar. 2018Lið Hauka eru deildarmeistarar í Domino’s deild kvenna tímabilið 2017-2018 en þær tryggðu sér titilinn nú í vikunni þegar þrjár umferðir eru eftir að deildarkeppninni. Lið Hauka mun fá verðlaun sín afhent í dag að leik loknum á sínum heimavelli. Það verður Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem mun afhenda liðinu verðlaunin í dag. KKÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn! ​ Domino's deild kvenna í dag · 26. umferð Allir leikirnir hefjast kl. 16:30 ​ Haukar-Breiðablik í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum Njarðvík-Valur í Ljónagryfjunni Stjarnan-Snæfell í Ásgarði í Garðabæ #korfubolti Meira