Fréttir

Nýjustu fréttir

Domino's deild kvenna í kvöld · Fjórir leikir

15 mar. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Einn leikur hefst kl. 18:00 en hinir þrír á hefðbundnum tíma kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is en eftir leiki kvöldsins verða aðeins tvær umerðir eftir af deildarkeppninni í ár og þá verður ljóst hvaða fjögur lið munu mætast í úrslitakeppninni.Meira

1. deild karla · Undanúrslitin hefjast í kvöld

14 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst í kvöld með tveim leikjum. Það eru Fjölnir og Hamar sem mætast í annari viðureigninni og Valur og Breiðablik í hinni undanúrslita rimmunni, en liðin lentu í 2.-5. sæti í deildinni í vetur á eftir Hetti sem fór beint upp. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í viðureignum liðanna fara í lokaúrslitin í 1. deildinni þar sem það lið sem vinnur þrjá leiki á ný fer upp um deild og leikur í Domino's deild karla að ári!Meira

Íslensku auglýsingaverðlaunin: Domino's, UN Women og KKÍ með tvær tilnefningar

12 mar. 2017Lúðurinn, markaðsverðlaun ÍMARK, fór fram í Hörpu sl. föstudag og voru verðlaun veitt í yfir 15 flokkum fyrir ýmsar tegundir auglýsinga á síðastliðnu ári. Auglýsingar Domino's, UN Women og KKÍ fyrir #HeForShe-átakið sem kynnt var í kringum úrslitakeppnir Dominion's deildanna á síðasta ári var tilnefnd í tveim flokkum, í flokki almannaheilla auglýsinga og í flokki kvikmyndaðra auglýsinga. Meira

Höttur deildarmeistari 1. deildar og leika í Domino's deildinni að ári

11 mar. 2017Í gærkvöld fór fram lokaumferðin í 1. deild karla þar sem Höttur varð deildarmeistari og tryggði sér þar með beinan farseðil upp í Domino's deildina á næsta tímabili. Fjögur lið í 2.-5. sæti leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið sem í boði er í Domino's deildinni.Meira

Verðlaunahafar Domino's deildar karla · Seinni hluti 2016-2017

10 mar. 2017Í kvöld voru afhent verðlaun í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport fyrir seinni hluta vetrarins. Þá voru leikmenn og þjálfarar verðlaunaðir fyrir frammistöðuna í deildinni eftir áramót. Þátturinn var sendur beint út frá Ægisgarði út á Granda. Eftirtalin verðlaun voru afhent í kvöld:Meira

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 8.03.17

10 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Molduxamótið 2017

10 mar. 2017Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka: · Karlar 40+ ára · Karlar 30+ ára · Kvennaflokkur Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ingólfi Geirssyni í síma 861-9819 eða á netfanginu: nikkarinn@gmail.comMeira

Lokaumferð Domino's deildar karla í kvöld

9 mar. 2017Í kvöld er komið að 22. umferðinni í Domino's deild karla og þar með lokaumferðinni á tímabilinu 2016-2017. Stöð 2 Sport sýnir frá tveim leikjum. Leikur Þór Þ. og Njarðvíkur verður aðalleikur kvöldsins á Sport 2 HD og einnig verður sýnt frá ÍR - Keflavík á Sport 4 HD. KR er fyrir leikinn orðið deildarmeistari 2016-2017, og er þetta í fjórða árið í röð sem KR verður deildarmeistari, og jafnframt í 8. skipti síðan 8-liða úrslitakeppnin var tekin upp árið 1995. Í kvöld ræðst endanlega hvaða lið fara í úrslitakeppnina og þá niðurröðun liða inn í hana í sætum 2.-8. Meira

Domino’s deild kvenna í kvöld · Keflavík-Skallagrímur sýndur á Stöð2 2 Sport

8 mar. 2017Fjórir leikir fara fram í Domino’s deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í TM höllinni í Keflavík og sýnir beint frá leik Keflavíkur og Skallagríms. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira

Domino's deildin · Njarðvík-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

6 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 21. umferð deildarinnar, sem er jafnframt sú næstsíðasta í vetur. Lokaumferðin fer öll fram á fimmtudaginn næstkomandi, 9. mars kl. 19:15. Njarðvík og ÍR mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Keflavík tekur á móti Þór frá Akureyri. Leikir kvöldsins:Meira

Sunnudagur 5. mars · Domino's deild karla í kvöld kl. 19:15

5 mar. 2017Fjórir leikir fara fram í kvöld kl. 19:15 í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport ætlar að vera á tveim stöðum og skipta á milli leikja eftir spennustigi og gangi leikja. Aðalleikur kvöldins er leikur Skallagríms og Þórs Þorlákshafnar í Borgarnesi og skipt verður yfir í Stjarnan-Haukar inn á milli. Lifandi tölfræði verður á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins að venju. Leikir kvöldsins: 🏀 Skallagrímur-Þór Þ. · Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Stjarnan-Haukar · Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Tindastóll-Grindavík 🏀 Snæfell-KR #korfubolti #dominos365Meira

Domino's deild karla í kvöld · Þór Ak.-Njarðvík í beinni á Stöð 2 Sport

3 mar. 2017Tveir leikir fara fram í kvöld í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður á Akureyri og sýnir beint leik Þórs Akureyrar og Njarðvíkur. Leikir kvöldsins og dagskráin á Stöð 2 Sport: Kl. 19:15 🏀 Haukar-Snæfell · Sýndur beint á netinu á tv.haukar.is Kl. 20:00 🏀 Þór Akureyri-Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Kl. 22:00 🏀 Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir leiki og tilþrif í Domino's deildunum Fylgist með umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365Meira

Domino's deild karla í kvöld · KR-KEF í beinni á Stöð 2 Sport

2 mar. 2017Í kvöld er komið að næstu umferð í Domino’s deild karla og fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli og sýnir beint leik KR og Keflavíkur.Meira

Yngri landslið Íslands valin fyrir sumarið 2017

1 mar. 2017Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína endanlegu liðsskipan og leikmenn sem munu mynda landslið Íslands í sumar og taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Leikmönnum var tilkynnt valið nú milli kl. 16-18 í dag og liðin núna birt hér með opinberlega á kki.is í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll liðin en liðan skipa 12 leikmenn, fyrir utan bæði U15 lið drengja og stúlkna, en þar voru valdir 18 leikmenn sem mynda tvö 9-manna lið. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar. Liðin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum:​Meira

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 01.03.17

1 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Yngri landsliðin tilkynnt í dag

1 mar. 2017Landsliðsþjálfarar yngri landsliðanna og aðstoðarþjálfarar þeirra munu tilkynna leikmönnum sínum og foreldrum þeirra um valið á landsliðunum í dag milli kl. 16-18. Um er að ræða endanleg lið sem munu taka þátt í verkefnum sumarsins. ​ Það eru lið U15, U16 og U18 stúlkna og drengja sem búið er að velja og verða tilkynnt í dag. Eftir að leikmenn hafa verið látnir vita, bæði þeir sem voru valdir og þeir sem ekki voru valdir að þessu sinni, þá verða liðin öll birt í kjölfarið í kvöld á kki.is kl. 18:30.Meira

Domino's deild kvenna · Valur-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

1 mar. 2017Í kvöld er komið að næstu umferð í Domino’s deild kvenna og fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Stöð 2 Sport verður í Valshöllinni að Hlíðarenda og sýnir beint leik Vals og Snæfells. Leikir kvöldsins:Meira

Njarðvík-KR í Domino's deild karla í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

24 feb. 2017Leikur kvöldsins í Domino's deild karla er viðureign Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni og verður Stöð 2 Sport á staðnum og sýnir beint frá leiknum kl. 20:00. Strax á eftir kl. 22:00 verður svo Körfuboltakvöld á dagskránni þar sem farið verður yfir gang mála í Domino's deildunum. Leikur kvöldsins: 🏀 Njarðvík-KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Lifandi tölfræði á kki.is. Fylgist með á twitter og takið þátt í umræðunni undir #korfubolti og #dominos365 Meira

Domino's deild karla í kvöld · KEF-HAU í beinni á Stöð 2 Sport

23 feb. 2017Í kvöld verða fimm leikir á dagskránni í Domino's deild karla og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Leikir kvöldsins: Keflavík-Haukar · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Stjarnan-Skallagrímur Snæfell-Grindavík ÍR-Þór Akureyri Tindastóll-Þór Þorlákshöfn ​ Meira

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 22.02.17

22 feb. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira