Fréttir

Nýjustu fréttir

Domino's deild kvenna · Keflavík-Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

29 mar. 2017Í kvöld er komið að fyrsta leik Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Liðin mætast í TM höllinni í Keflavík kl. 19:15 og verður bein útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 🍕Domino’s deild kvenna 🏆Undanúrslit 🏀 Keflavík-Skallagrímur ➡️ TM höllin ⏰ 19:15 · Leikur 1 📺 Sýndur beint á @St2Sport #korfubolti #dominos365Meira

1. deild kvenna · Breiðablik-Þór Akureyri í kvöld

28 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hófst á sunnudaginn með fyrsta leik Þórs Akureyri og Breiðablik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Þar höfðu Breiðablik sigur og leiða því einvígið 1-0. Í kvöld er komið að leik tvö í Smáranum og hefst hann kl. 19:00. Meira

Domino's deild kvenna · Úrslitakeppnin hefst í kvöld!

28 mar. 2017Í kvöld er komið að upphafi úrslitakeppninnar í Domino's deild kvenna þegar Snæfell og Stjarnan mætast í Hólminum kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðana í undanúrslitunum en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin. Á morgun mætast svo Keflavík og Skallagrímur í sínum fyrsta leik í hinu einvíginu í Keflavík. Meira

Körfuboltakvöld kl. 20:50 í kvöld · Seinni hluti Domino's deildar kvenna og úrslitakeppnin

27 mar. 2017Í kvöld mun Stöð 2 Sport mun upplýsa um umferðarverðlaun leikmanna og þjálfara í Domino’s deild kvenna fyrir seinni hluta þessa tímabils í kvöld. Meira

Undanúrslit Domino's deildar karla · Leikir 1

27 mar. 2017Á fimmtudaginn kemur, 30. mars, hefjast undanúrslit Domino's deildar karla með leik KR og Keflavíkur í DHL-höllinni kl. 19:15. Daginn eftir, föstudaginn 31. mars, mætast svo Stjarnan og Grindavík kl. 19:15 í Ásgarði. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Meira

Úrslit 1. deildar karla · Valur-Hamar

27 mar. 2017Um helgina réðst hvaða lið mætast í úrslitum 1. deildar karla í ár en oddaleiki þurfti til að skera úr um það í báðum undanúrslita viðureignunum. Hamar vann Fjölni á laugardaginn og í gær sunnudag, hafði Valur betur gegn Breiðablik eftir framlengdan leik. Það eru því Valur og Hamar sem mætast í úrslitunum um laust sæti í Domino's deildinni að ári og þarf þrjá sigurleiki til að vinna einvígið. Fyrsti leikur Vals og Hamars fer fram á fimmtudaginn kemur, 30. mars, kl. 19:30 í Valshöllinni. #korfuboltiMeira

Stjarnan mætir Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar karla

26 mar. 2017Það réðst í kvöld að það verða Stjarnan og Grindavík sem mætast í undanúrslitum Domino's deildar karla í ár en Grindavík og Þór Þ. léku oddaleik í 8-liða úrslitunum í kvöld þar sem Grindavík hafði betur í spennandi leik.Meira

Oddaleikur í kvöld · Grindavík-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

26 mar. 2017Í kvöld mætast í hreinum úrslitaleik í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla Grindavík og Þór Þórlákshöfn. Leikurinn verður í beinni úsendingu á Stöð 2 Sport. Meira

Oddaleikur í kvöld · Valur-Breiðablik í undanúrslitum 1. deildar

26 mar. 2017Í kvöld ræðst það hvaða lið fer í úrslit 1. deildar karla í ár en Valur og Breiðablik mætast í oddaleik í undanúrslitunum kl. 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Valshöllinni að Hlíðarenda og má búast við fjölmenni og góðri stemmningu líkt og verið hefur á öllum leikjum liðanna hingað til. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira

Úrslitakeppni 1. deldar kvenna - Frestað til morguns!

25 mar. 2017Leikur Þórs Akureyri og Breiðabliks í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sem átti að hefjast kl.16.30 í dag hefur verið frestað til morgundagsins vegna þess að flugsamkomur féllu niður í dag. Meira

Fjölnir-Hamar · Oddaleikur í undanúrslitum 1. deildar karla í dag

25 mar. 2017Í dag er komið að stórleik Fjölnis og Hamars í undanúrslitum 1. deildar karla. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og því hreinn úrslitaleikur í dag kl. 17:00 um sæti í lokaúrslitunum í ár þar sem sæti í Domino's deild karla að ári er í boði. Leikið er í Dalhúsum í Grafarvogi og má búast við fjölmenni og góðri stemmningu líkt og verið hefur á öllum leikjum liðanna hingað til, en þeir hafa einmitt verið mjög spennandi og hefur þurft þrjár framlengingar í síðustu tveimur leikjum. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á kki.is Á morgun sunnudag mætast svo Valur og Breiðablik í Valshöllinni í hinum oddaleik undanúrslitana. #korfuboltiMeira

1. deild kvenna · Úrslitakeppnin og leikdagar

25 mar. 2017Í dag hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fysta leiknum í einvígi Þórs Akureyri og Breiðabliks um laust sæti í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer upp um deild. Meira

Nýr íslandsmeistarabikar kvenna kynntur til leiks

24 mar. 2017Nýr íslandsmeistarabikar kvenna var kynntur til leiks í dag á blaðamannafundi fyrir úrslitakeppni Domino's deild kvenna. Bikarinn er gerður að fyrirmynd íslandsmeistarabikars karla, sem afhentur hefur verið frá árinu 1987, en nýji bikarinn er handsmíðaður í New York í Bandaríkjunum, af sama fyrirtæki og framleiðir alla verðlaunagripi fyrir NBA-deildina, til dæmis fyrir Stjörnuleikshátíðina ár hvert.Meira

8-liða úrslit · Keflavík-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

24 mar. 2017Úrslitakeppni Domino's deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld kl. 19:15 í 8-liða úrslitunum og mun Keflavík-Tindastóll verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá TM höllinni í Keflavík. Körfuboltakvöld verður svo í beinni útsendingu strax á eftir þar sem síðustu leikir verða gerðir upp.Meira

1. deild karla · Leikir kvöldsins í undanúrslitunum

23 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í úrslitakeppni 1. deildar karla en þetta eru fjórðu leikir einvíganna. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í sínum einvígum fara áfram í úrslit! Leikir kvöldsins: (Sigrar í sviga)Meira

Merki FIBA Basketball World Cup 2019 kynnt til leiks

23 mar. 2017Nýtt merki Heimsmeistarakeppninnar 2019, eða FIBA Basketball World Cup 2019, var kynnt til leiks á laugardaginn var. Merki keppninnar er hannað með áhrifum frá óperuhúsi Bejing, einu helsta menningar kennileiti Kína, og táknar arfleið hinna sterku. Litirnir vísa í hina litríku andlitsmálningu sem leikar nota og túlka persónueinkenni eins og þekkingu, stöðuleika, kraft og fullkomnun í leik sínum, hluti sem sannir sigurvegarar á körfuboltavellinum þurfa að búa yfir. Meira

Domino's deild kvenna · Leikdagar undanúrslitanna

22 mar. 2017Í fyrradag lauk deildarkeppni Domino's deildar kvenna og nú er ljóst hvaða daga liðin munu leika í undanúrslitunum í ár. Það verða Snæfell(1) og Stjarnan (4) sem mætast annarsvegar og hinsvegar Keflavík (3) og Skallagrímur (4). Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í undanúrslitunum í beinni útsendingu.​ Leikdagar undanúrslitana:Meira

8-liða úrslit Domino's deildar karla · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

22 mar. 2017Í kvöld fara fram þrír leikir í 8-liða úrslitum karla í Domino's deildinni. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld en Grindavík-Þór Þ. verður á Stöð 2 Sport 2 kl. 19.15 og síðan kl. 20:00 hefst Stjarnan-ÍR sem verður á Stöð 2 Sport. Tindastóll-TV mun svo sýna beint frá Sauðárkróki á netinu. Eftir seinni leikinn, eða um 21:50 fer svo Körfuboltakvöld í loftið í beinni útsendingu þar sem þriðju leikir allra einvíganna í 8-liða úrslitunum verða gerðir upp. Meira

Snæfell deildarmeistari Domino's deildar kvenna 2016-2017

22 mar. 2017Snæfell fengu í gær afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari Domino's deildar kvenna á yfirstandandi tímabili 2016-2017. Það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti verðlaunin. Meira

8-liða úrslit Domino's deildar karla · KR-Þór Akureyri í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

21 mar. 2017Í kvöld er einn leikur á dagskránni í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Í DHL-höllinni í Vesturbænum mætast í þriðja sinn KR og Þór Akureyri. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslitin. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sendir leikinn út í beinni. Yfirlitssíða úrslitakeppninnar er á forsíðu KKÍ og einnig hérna en þar eru upplýsingar um næstu leiki og tímasetningar, sjónvarpsútsendingar og úrslit leikja.Meira