Fréttir

Nýjustu fréttir

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 23.5.2017

31 maí 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í síðustu viku.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Miðvikudagurinn 31. maí (Dagur 2)

31 maí 2017Í dag er komið að öðrum keppnisdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum 2017. Landslið kvenna mætir Möltu kl. 13:00 að íslenskum tíma. Malta lék í gær gegn Kýpur og vann öruggan sigur. Landslið karla mætir heimamönnum San Marínó kl. 18:00 að íslenskum tíma. San Marínó tapaði í gær fyrir Andorra. Mjög líklegt er að leikurinn sé sýndur á RTV San Marino sjónvarpsstöðinni og hægt er að finna link frá því í gær á netútsendingu á facebook.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Fyrsti keppnisdagur

30 maí 2017Í dag fór fram einn leikur í keppni landsliðanna okkar á Smáþjóðaleikunum en þá lék karlaliðið okkar við Kýpur. Lokatölur í dag urðu 57:71 fyrir Kýpur eftir leik þar sem Kýpur var með 13 stigaforskot í hálfleik sem strákarnir okkar minnkuðu minnst í 4 stig í fjórða leikhluta. Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Landsliðin komin til San Marínó

30 maí 2017Eftir viðburðaríka tvo daga kom íslenska liðið á áfanga stað upp úr 01:20 að íslenskum tíma í nótt en lagt var af stað kl. 04:00 á sunnudagsmorguninn frá Laugardalnum. Eftir að flug var fellt niður lengdist ferðalag til muna sem lauk í nótt eftir þrjár rútuferðir, bátsferð og flug frá Brussel. Framundan í dag: Landslið karla hefur leik kl. 13:00 (15:00 að staðartíma í SM) gegn Kýpverjum.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Ferðalagið búið að lengjast aðeins

29 maí 2017Íslensku landsliðin lögðu af stað til San Marínó í gær og áttu að koma seinni partinn á leiðarenda. Millilent var í London en þegar þangað var komið kom í ljós að flugi áfram yrði frestað. Þurfti þá að endurhugsa allt skipulagið. Íslensku liðin ásamt sundlandsliðinu eru núna á leið til Brussels með rútu og eru að fara ná flugi þaðan til Flórens eða Bologna og það verður farið til San Marínó.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Íslenski hópurinn lagður af stað til San Marínó

28 maí 2017Nú rétt í þessu eru allir keppendur, þjálfarar, dómarar og fylgdarlið landsliða karla og kvenna að leggja í hann til San Marínó úr Leifstöð. Alls eru um 183 að fara á leikana á vegum ÍSÍ að keppa í hinum ýsmu greinum en frá KKÍ eru 35 manns sem fara.Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Reynsla íslensku stelpnanna

27 maí 2017Í leikmannahópi kvennalandsliðsins í ár eru fjórir leikmenn sem eru að fara á sínu þriðju leika í röð. Það eru þær Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Allar léku þær árið 2013 í Lúxemborg, hér heima á Íslandi árið 2015 og eru allar á leiðinni til San Marínó núna á sunnudaginn kemur. Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Reynsla íslensku strákana á Smáþjóðaleikum

27 maí 2017Íslenska karlaliðið er skipað að þessu sinni ungum og efnilegum leikmönnum en hluti þeirra er svo að fara taka þátt í lokamóti EM hjá U20 liðunum í sumar. Það verður í fyrsta sinn í sögu Íslands sem við eigum lið á þeim vettvangi og ákváðu þjálfarar A-liðsins og U20 liðsins að nýta leikana í undirbúning og til að skoða fleiri leikmenn.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Ívar á leið á sína þriðju leika

26 maí 2017Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður fyrsti þjálfarinn í 24 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á þrenna Smáþjóðaleika. Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993. Það eru liðin 12 ár síðan að Ívar fór fyrst með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika.Meira

World Class sér landsliðunum fyrir styrktaraðstöðu

26 maí 2017KKÍ og World Class hafa gert með sér samning fyrir landslið kvenna og karla en allir leikmenn í æfingahópum sumarsins og fram á haustið fá aðgang að öllum stöðvum World Class auk betri stofunnar í Laugardalnum.Meira

KKÍ Þjálfaranámskeið - Dagskrá

23 maí 2017Einn þekktasti, virtasti og sigursælasti þjálfarinn í evrópskum körfubolta, Svetislav Pešić verður aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ 2.c núna næstu helgi 26.-28. maí. Námskeiðið verður haldið Ásgarði Garðabæ.Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Landslið karla og kvenna á leikunum

17 maí 2017Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru 17. leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti.Meira

Úrvalsbúðir · Fyrri helgi 20.-21. maí

16 maí 2017Um næstu helgi er komið að fyrri helgi úrvalsbúða hjá stúlkum og drengjum fæddum 2004, 2005 og 2006. Þjálfarar liðanna í þessum árgöngum hafa tilnefnt sína leikmenn og KKÍ hefur sent þeim boðsbréf í pósti. Alls eru um 740 leikmenn sem hafa fengið boðsbréf í ár.Meira

Úrslit yngri flokka 2017: Seinni helgin á Flúðum

15 maí 2017Leikið var á Flúðum um helgina í úrslitum yngri flokka en þetta var síðari helgin fyrir úrslit 2017. Leikið var á Flúðum í umsjón Hrunamanna og mættust liðin í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna auk Unglingaflokki karla í undanúrslitum föstudag og laugardag og svo fóru fram úrslitaleikirnir í gær sunnudag. Meira

Úrslit yngri flokka á Flúðum: Úrslitaleikir sunnudagsins

13 maí 2017Í gær og í dag fóru fram undanúrslitaleikirnir á seinni úrslitahelgi yngri flokka. Leikið var í unglingaflokki karla og í 10. flokkum drengja og stúlkna. Á morgun sunnudag verður lekið til úrslita og mætast sigurlið undanúrslitanna í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokkum. Allir úrslitaleikir sunnudagsins verða í lifandi tölfræði hér á kki.is og í beinni útsendingu á netinu á YouTube-rás KKÍ. Íþróttahúsið á Flúðum - Sunnudagurinn 14. maíMeira

Sumarnámskeið hjá Fjölni

12 maí 2017Körfuknattleiksdeild Fjölnis verður með körfuboltanámskeið í sumar. Fjölnir býður börn úr öllum hverfum velkomin og öðrum félögum er velkomið að sækja sumarnámskeið í körfu hjá Fjölni.Meira

Úrslit yngri flokka 2017 · Seinni helgi 12.-14. maí, Flúðum

10 maí 2017Framundan um helgina er seinni helgi úrslita yngri flokka 2017 en þá verður leikið til úrslita í 10. flokki drengja, 10. flokki stúlkna og Unglingaflokki karla. Dagskrá helgarinnar er hér að neðan en leikið verður á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Undanúrslit fara fram á föstudegi og laugardegi og á sunnudegi er síðan komið að úrslitaleikjunum.Meira

Þjálfaranámskeið KKÍ 2.c. · Dagskráin 26.-28. maí.

10 maí 2017KKÍ þjálfari 2.c er helgarnámskeið sem haldið verður dagana 26. til 28. maí 2017 og verður haldið í Ásgarði í Garðabæ. Námskeiðið er samtals 20 kennslustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna og unglinga 17 ára og yngri, einstaklingsþjálfun og hvernig skuli byggja upp leikmenn og sérhæfa þá eftir leikstöðum. Farið er í tveggja og þriggja manna spil, mikilvægi á að hita upp og gera styrktar- og þolæfingar sérhæft fyrir körfubolta. Aðalfyrirlesari námskeiðsins kemur á vegum FIBA en það er einn þekktasti, virtasti og sigursælasti þjálfarinn í evrópskum körfubolta, Svetislav Pešić. Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:​Meira

Skráning á KKÍ 1.a er hafin

8 maí 2017KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem er liður í fræðsluáætlun KKÍ en um er að ræða Þjálfari 1.a. og verður það haldið dagana 19.-21. maí.Meira

Dagskrá seinni helgar úrslita yngri flokka

8 maí 2017Um næstu helgi fer fram seinni helgi úrslita yngri flokka en leikið verður á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Dagskráin er klár og má finna hana á mótavef KKÍ.Meira