19 apr. 2017Landsliðsþjálfarar U20 liðanna hafa valið þá leikmenn sem koma saman til áframhaldandi æfinga.

U20 karla æfir dagana 19.-20. maí en endanleg 12 manna lið verður valið í kjölfarið. Framundan hjá liðinu er þátttaka í fyrsta sinn í sögu KKÍ á lokamóti U20 landsliða á Evrópumótinu en liðið keppir í Grikklandi í júlí. Áður verður æfingamót hér heima í Laugardalshöllinni 19.-21. júní með landsliðum Svíþjóðar, Finnlands og Ísraels. Að auki var liðinu boðið að mæta nokkrum dögum fyrr til Grikklands og taka þátt í upphitunarmóti ásamt heimamönnum, Spánverjum, Ítölum og heimamönnum Grikkjum.

U20 stúlkna tekur þátt í B-deild Evrópukeppninnar sem fer fram í Eliat í Ísrael en þetta er í fyrsta sinn sem U20 ára lið kvenna tekur þátt í Evrópumóti FIBA. Liðið kemur saman 28.-30. apríl og verður 12 manna liðið valið eftir þá helgi.


U20 kvenna:
Bjarni Magnússon þjálfari og aðstoðarþjálfari hans Árni Eggert Harðarson hafa valið eftirtalda 14 leikmenn:

Björk Gunnarsdóttir Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir Tindastóll
Dagný Lísa Davíðsdóttir Niagara, USA / Hamar
Dýrfinna Arnardóttir Haukar
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur
Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík
Heiða Hlín Björnsdóttir Þór Ak.
Irena Sól Jónsdóttir Keflavík
Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik
Júlía Scheving Steinþórsdóttir Njarðvík
Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir Njarðvík
Rósa Björk Pétursdóttir Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar


U20 karla:
Finnur Freyr Stefánsson þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans Baldur Þór Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson hafa valið eftirtalda 18 leikmenn:

Adam Eiður Ásgeirsson Njarðvík
Arnór Hermannsson KR
Bergþór Ríkharðsson Fjölnir
Breki Gylfason Haukar
Eyjólfur Ásberg Halldórsson Skallagrímur
Halldór Garðar Hermannsson Þór Þorlákshöfn
Ingvi Þór Guðmundsson Grindavík
Jón Arnór Sverrisson Njarðvík
Kári Jónsson Drexel, USA/Haukar
Kristinn Pálsson Marist, USA
Ragnar Helgi Friðriksson Þór Akureyri
Ragnar Jósef Ragnarsson Breiðablik
Sæþór Kristjánsson ÍR
Snjólfur Stefánsson Njarðvík
Snorri Vignisson Breiðablik
Sveinbjörn Jóhannesson Breiðablik
Tryggvi Snær Hlinason Þór Akureyri
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KR