2 maí 2017

Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna árið 2017. Stelpurnar í Njarðvík unnu 19 af 20 leikjum sínum í vetur og þar af alla leiki helgarinnar og stóðu því uppi sem sigurvegarar í mótslok.

Úrslitamótið fór fram í Njarðvík og léku með þeim í riðli Keflavík, Grindavík, Tindastóll/Þór Ak. og KR og varð lokaröð liðanna eftir helgina í þessari röð.

Þjálfarar liðsins í vetur voru þau Bylgja Sverrisdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson.

Til hamingju Njarðvík.