2 maí 2017Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari i 8. flokki drengja árið 2017. 

Úrslitamótið fór fram á Flúðum í umsjón Hrunamanna og léku með Stjörnunni lið Fjölnis sem varð í öðru sæti, Hrunamenn/Þór Þ., KR og Stjarnan-b og varð röð liða í lok móts sú sem talin er upp hérna. 
 
Stjarnan vann alla leiki sína á lokamótinu og stóðu uppi sem meistarar í mótslok.

Þjálfari strákanna er Snorri Örn Arnaldsson.

Til hamingju Stjarnan!

#korfubolti