8 maí 2017

Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna en leikið var til úrslita í A-riðli í Grindavík.

Keflavík og Grindavík léku lokaleik mótsins sem var hreinn úrslitaleikur um titilinn og stóð Keflavík uppi sem sigurvegari í leikslok.

Lokaröð liða varð því sú að Grindavík varð í öðru sæti Íslandsmótsins í vetur og Haukar, Njarðvík og Breiðablik komu þar á eftir.

Þjálfari Keflavíkur er Kristjana Eir Jónsdóttir.

Til hamingju Keflavík!