8 maí 2017

Um helgina fór fram fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2017 og var hún leikin í umsjón Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi.

 

Leikið var í undanúrslitum föstudag og laugardag og til úrslita í 9. flokki stúlkna, 9. flokki drengja, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna á sunnudaginn.

 

Í 9. flokki drengja mættust KR og Fjölnir þar sem KR varð Íslandsmeistari 59:58 þar sem úrslitin réðust í lokin í spennandi leik. Alexander Óðinn Knudsen, KR, var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.

 

 

Í 9. flokki stúlkna mættust Grindavík og Keflavík þar sem Keflavík stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir 40:46  sigur. Margrét Arna Ágústsdóttir, Keflavík, var valin besti maður leiksins.

 

 

Í Drengjaflokki mættust KR og Haukar. Lokatölur urðu 88:94 fyrir Hauka. Maður leiksins var valinn Hilmar Smári Henningsson, Haukum.

 

 

 

Í Unglingaflokki kvenna mættust Keflavík og Haukar. Leikurinn fór 71:37 fyrir Keflavík og þær því Íslandsmeistarar 2017. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík, var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

 

 

Næsta helgi verður einnig úrslita helgi yngri flokka en þá fer fram seinni helgin í ár og verður hún haldin á Flúðum. Þá verður leikið til úrslita í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna og í Unglingaflokki karla.