12 maí 2017

Körfuknattleiksdeild Fjölnis verður með körfuboltanámskeið í sumar. Fjölnir býður börn úr öllum hverfum velkomin og öðrum félögum er velkomið að sækja sumarnámskeið í körfu hjá Fjölni.

Það er mikill kraftur í starfinu hjá körfuknattleiksdeild Fjölnis þessi misserin og iðkendum fer fjölgandi jafnt og þétt. Í sumar verða námskeið í boði fyrir þá sem vilja nýta sumarið til að bæta sig og undirbúa sig sem best fyrir næsta tímabil. Nýjung er samstarfsverkefni Fjölnis við frístundaheimilin hjá Reykjavíkurborg. Þar er í boði heilsdags dagskrá þar sem körfubolti er spilaður fyrir hádegi og farið í frístund eftir hádegi, auk þess sem heitur hádegisverður er innifalinn, alls 8 klst. dagskrá.

Körfubolta akademían sem sló í gegn í fyrrasumar verður í gangi aftur í ár fyrir 9 ára og eldri. Allt sumarstarfið verður í höndum frábærra þjálfara, Collin Pryor og Ægis Þórs Steinarssonar, landsliðsmanns í körfu. Ægir er uppalinn Fjölnismaður og spilar núna með CB Penas Huesca á Spáni.

Skráning á sumarnámskeiðin er í gegnum https://fjolnir.felog.is/ fyrir körfubolta akademíu og í gegnum sumar.fristund.is fyrir Sumarfrístund og körfu fyrir krakka á aldrinum 6-8 ára. Fjölnir býður börn úr öllum hverfum velkomin og öðrum félögum er velkomið að sækja sumarnámskeið í körfu hjá Fjölni.

Nánar er hægt að lesa um námskeiðin hér og hér.