13 maí 2017Í gær og í dag fóru fram undanúrslitaleikirnir á seinni úrslitahelgi yngri flokka. Leikið var í unglingaflokki karla og í 10. flokkum drengja og stúlkna. Á morgun sunnudag verður lekið til úrslita og mætast sigurlið undanúrslitanna í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokkum.

Allir úrslitaleikir sunnudagsins verða í lifandi tölfræði hér á kki.is og í beinni útsendingu á netinu á YouTube-rás KKÍ.

Íþróttahúsið á Flúðum - Sunnudagurinn 14. maí

10. flokkur stúlkna kl. 12:00: Njarðvík-Grindavík
10. flokkur drengja kl. 14:00: Þór Akureyri-Stjarnan
Unglingaflokkur karla kl. 16:00: Haukar-KR

#korfubolti