15 maí 2017Leikið var á Flúðum um helgina í úrslitum yngri flokka en þetta var síðari helgin fyrir úrslit 2017. Leikið var á Flúðum í umsjón Hrunamanna og mættust liðin í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna auk Unglingaflokki karla í undanúrslitum föstudag og laugardag og svo fóru fram úrslitaleikirnir í gær sunnudag. 

Í 10. flokki stúkna mættust Njarðvík og Grindavík í úrslitum. Leiknum lauk með sigri Njarðvíkur 60:44 og var leikmaður Njarðvíkur, Alexandra Eva Sverrisdóttir, valin besti leikmaður leiksins en hún var með þrennu í leiknum, 21 stig, 15 fráköst og 14 stoðsendingar.Í 10. flokki drengja mættust Þór Akureyri og Stjarnan í úrslitaleik. Liðin hafa mæst í tveim úrslitaleikjum fyrr á árinu en liðni léku til úrslita í Maltbikarnum í febrúar og svo aftur á Scania-Cup í Svíþjóð yfir páskana. Í leiknum í gær hafði Stjarnan sigur og eru því Íslandsmeistarar 2017. Lokatölur 80:69 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var valinn Dúi Þór Jónsson leikmaður Stjörnunnar en hann var með 24 stig, 3 fráköst og 14 stoðsendingar í leiknum.Í lokaleik dagsins áttust við Haukar og KR í úrslitaleik Unglingaflokks karla. Leikurinn var jafn alveg fram til loka og þar höfðu Haukar sigur eftir spennandi leik, 77:73. Maður leiksins var valinn Breki Gylfason, en á 34 mínútum skilaði hann 34 framlagspunktum, skoraði 28 stig og tók 11 fráköst.KKÍ óskar Njarðvík, Stjörnunni og Haukum til hamingju með titlana.

#korfubolti