16 maí 2017Um næstu helgi er komið að fyrri helgi úrvalsbúða hjá stúlkum og drengjum fæddum 2004, 2005 og 2006. Þjálfarar liðanna í þessum árgöngum hafa tilnefnt sína leikmenn og KKÍ hefur sent þeim boðsbréf í pósti.

Alls eru um 740 leikmenn sem hafa fengið boðsbréf í ár.

Strákar æfa á Ásvöllum í Hafnarfirði og stúlkur í Smáranum í Kópavogi, en hver árgangur æfir á ákveðnum tíma, laugardag og sunnudag. Þjálfarar munu vera með tækniæfingar og fara yfir grunnatriði á æfingastöðuvum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og slíkt má sjá á www.kki.is/urvalsbudir.