12 júl. 2017

Á mánudaginn spiluðu stelpurnar við Úkraínu en bæði lið voru búin að tapa fyrstu tveimur leikjunum á mótinu. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og bæði lið ákveðin í að ná í sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni. Stelpunum gekk mun betur að skora í þessum leik en í fyrri leikjum og áttu með réttu að vera yfir í lok 1. leikhluta en tapaðir boltar héldu áfram að vera vandamál og Úkraína nýtti sér það og leiddi í lok 1. leikhluta 24-17.  

Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst hélt Úkraína áfram að breikka bilið milli liðana og fyrir 4. leikhluta var staðan 61-36. Stelpurnar héldu þó áfram að berjast og unnu 4.leikhluta með 6 stigum og niðurstaðan var því 19 stiga tap, 73-54.

 Atkvæðamestar í liði Íslands voru Thelma Dís Ágústsdóttir með 10 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 17 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Dýrfinna Arnardóttir með 11 stig. 

Tölfræði úr leiknum ásamt upptöku má finna hér.

Næsti leikur liðsins er í dag kl.17:30 gegn Tékklandi og fylgjast má með beinni útsendingu hér.