21 júl. 2017

Á næstunni halda þau Hallgrímur Brynjólfsson, Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason til evrópu til að sækja FECC þjálfaranámið. FECC stendur fyrir FIBA Europe Coaching Certificate og er mjög metnaðarfullt þjálfaranám á vegum FIBA Europe sem spannar þrjú sumur.

Hallgrímur er á öðru ári og klárar sumarið 2018 og þau Margrét og Sævaldur eru að hefja nám í sumar og klára 2019.

Íslenskir þjálfara hafa sótt FECC síðan árið 2009 en fyrsti íslenski þjálfarinn til að útskrifast með FECC þjálfaragráðuna er Einar Árni Jóhannsson en frá því hann kláraði árið 2011 hafa fjórir aðrir íslenskir þjálfarar klárað FECC. Hjalti Þór Vilhjálmsson og Lárus Jónsson árið 2015 og svo árið 2015 kláruðu þeir Ágúst S. Björgvinsson og Ingi Þór Steinþórsson.

Hallgrímur verður í Slóvakíu og þau Margrét og Sævaldur verða í Svartfjallalandi.

Lesa má nánar um FECC á vef FIBA.

Mynd: F.v. Sævaldur Bjarnason, Hallgrímur Brynjólfsson og Margrét Sturlaugsdóttir.