12 ágú. 2017

Í dag er komið að öðrum leikdegi á alþjóðlegu æfingamóti sem fram fer í Kazan í Rússlandi og er andstæðingur dagsins Ungverjar. 

Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. 
Ungverjar mættu Rússum í gær og töpuðu 69:84.

Bein útsending og tölfræði:
Leikurinn verður í beinni á netinu og í lifandi tölfræði á heimasíðu rússneska sambandsins hérna

Liðin eiga svo eftir að mætast tvívegis í Ungverjalandi en dagana 18.-21. ágúst verður Ísland í heimsókn í boði þeirra áður en haldið verður beint þaðan til Litháens í loka æfingaleikinn fyrir EuroBasket.

Liðsskipan Íslands verður sú að 12 leikmenn verða á skýrslu og mun Jón Arnór Stefánsson hvíla aftur í dag en hann er að ná sér af smávægilegum meiðslum og er við æfingar en keppir ekki. Þá mun Haukur Helgi Pálsson einnig hvíla í dag en hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í gær og tekur daginn í að jafna sig.

#korfubolti