10 sep. 2017Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á EuroBasket 2017, EM í körfubolta í Tyrkalandi. Leikið var í gær og í dag og nú er ljóst hvaða lið fara áfram og hvaða lið munu mætast. A-riðill frá Helsinki í Finnlandi á tvo fulltrúa í 8-liða úrslitunum, Slóvena og Grikki, en Frakkar duttu nokkuð óvænt út gegn Þýskalandi og Ítalía vann vini okkar Finna örugglega. Útlit ef fyrir spennandi leiki og mun RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. 

Eftirfarandi þjóðir mætast í 8-liða úrslitunum:

Þriðjudagur 12. september

Þýskaland-Spánn
Slóvenía-Lettland


Miðvikudagur 13. september
Grikkland - Rússland
Ítalía-Serbía

Á heimsíðu mótsins, fiba.basketball/eurobasket/2017 er hægt að skoða alla tölfræði, leikjaplan, myndir og fleira skemmtilegt.

#korfubolti