13 sep. 2017

Lið Hrunamanna/Laugdæla mun ekki spila í 1. deild karla n.k. vetur eins og stóð til. Stjórn félaganna hefur dregið liðið úr keppni og verður því 1. deild karla skipuð níu liðum næsta vetur.

Þar sem deildini er skipuð níu liðum sem spila þrefalda umferð verða 24 leikir á lið.

Ekkert lið mun falla úr deildinni þar sem deildin er ekki full mönnuð.