1 okt. 2017Í kvöld fóru fram leikir Meistara meistaranna 2017 en þá mætast íslandsmeistarar bikarmeisturum síðasta árs. Leikið var að þessu sinni á heimavelli íslandsmeistara kvenna, Keflavíkur, í TM höllinni að Sunnubraut. Í bæði kvenna- og karlaflokki voru lið Keflavíkur og KR tvöfaldir meistarar síaðsta árs og léku því sem íslandsmeistarar og liðin sem léku til úrslita gegn þeim, Skallagrímur hjá konum og Þór Þorlákshöfn hjá körlum, léku sem fulltrúar bikarkeppninnar. 

Leikur karla milli KR og Þórs Þ. hófst var fyrri leikur dagsins. Eftir jafnan seinnihálfleik hafði Þór Þ. sigur og eru því Meistarar meistaranna hjá körlum í ár. Stigahæstir í liði Þórs Þ. var Jesse Pellot-Rosa með 37 stig og 11 fráköst. Emil Karel Einarsson var með 14 stig og 7 fráköst. Hjá KR var Pavel Ermolinskij með 17 stig og 13 fráköst og Jón Arnór Stefánsson var með 16 stig og 7 fráköst.

Seinni leikur kvöldsins var leikur Keflavíkur og Skallagríms. Keflavíkur stúlkur leiddu með 14 stigum og insigluðu svo sigurinn í þriðja leikhluta sem þær unnu með 16 stigum. Lokatölur 93:73 fyrir Keflavík. Stigahæstar í liði Keflavíkur voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem báðar voru með 18 stig.

Til hamingju Þór Þorlákshöfn og Keflavík!