3 okt. 2017

KKÍ og Domino's hafa boðað til fjölmiðla- og kynningarfundar vegna Domino's deilda karla og kvenna í dag þriðjudaginn 3. október kl. 12:00. Fundurinn verður í fundarsölum Laugardalshallarinnar uppi á 2. hæð og hafa forsvarsmenn eða formenn félaganna, þjálfarar liðanna og leikmenn frá hverju félagi verið boðaðir og munu þeir vera til taks fyrir fjölmiðla í viðtöl. 
Eins og venjulega verður spá forráðamanna félaga kunngerð á fundinum fyrir Domino's deildirnar sem og einnig fyrir 1. deildir karla og kvenna.
 
#korfubolti