3 okt. 2017
Í kvöld á Stöð 2 Sport verður upphitunarþáttur vegna Domino´s deildar kvenna. Þátturinn verður í opinni dagskrá og á Vísi.is og hefst hann kl. 20:00.
Þar fara sérfræðingar Stöð 2 Sport yfir veturinn framundan en keppni í Domino´s deild kvenna hefst á morgun miðvikudag með fjórum leikjum. Viðureign Snæfells og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Miðvikudagur 4. október
Kl. 19:15 Haukar-Stjarnan
Kl. 19:15 Njarðvík-Skallagrímur
Kl. 19:15 Snæfell-Keflavík
Kl. 19:15 Valur-Breiðablik