4 okt. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd kom saman í vikunni og tók fyrir fjögur mál.

Mál nr. 1-2017-18
Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála hefur nefndin ákveðið að taka mál þetta til úrskurðar. Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. sömu reglugerðarl skal hinn kærði, Jett Speelman, leikmaður FSU, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í æfingarleik FSU og Gnúpverja í meistaraflokki karla, sem leikinn var þann 21. september 2017. Nefndin áréttar þá almennu reglu með vísan í o. lið 1. mgr. 13. gr. áðurnefndrar reglugerðar að leikbann skal afplána í leikjum í Íslandsmóti, bikarkeppnum, fyrirtækjabikar eða meistarakeppni KKÍ.

Mál nr. 2-2017-18
Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála hefur nefndin ákveðið að taka mál þetta til úrskurðar. Hinum kærða, Sveini Hafsteini Gunnarssyni, leikmanni FSU, var vikið af leikvelli vegna tæknivillu og óíþróttamannslegrar villu, í æfingaleik FSU og Gnúpverja þann 29. ágúst sl. í samræmi við nýjar leikreglur í körfubolta. Aga- og úrskurðarnefnd telur að framangreind brottvikning á grundvelli nýrrar leikreglna falli ekki undir 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Verður því hinum kærða ekki gerð agaviðurlög í þessu máli.

Mál nr. 3-2017-18
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Richi Gonzalez, þjálfari mfl. kv. hjá Skallagrími, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Skallagríms í meistarakeppni KKÍ, kvennaflokki, sem leikinn var þann 1. október 2017.

 

Mál nr. 4-2017-18
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari mfl. ka. hjá KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Þórs Þ. í meistarakeppni KKÍ, karlaflokki, sem leikinn var þann 1. október 2017.

Úrskurðurnir taka gildi á hádegi á morgun fimmtudag 5. október.