6 okt. 2017

Í kvöld fer fram einn leikur í 1. umferð Domino’s deildar karla. Kl. 19:15 taka Haukar á móti Þór Akureyri í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Annar leikur átti að fara fram en búið er að fresta leik Grindavíkur og Þór Þorlákshafnar í Mustadhöllinni í Grindavík v/ veikinda 7 leikmanna Þórs Þ og verður nýr leiktími kynntur síðar.

 

Kvöldinu lýkur með Domino’s körfuboltakvöldi kl. 22:00 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt úr fyrstu umferð karla og kvenna.

 

#korfubolti