6 okt. 2017

Búið er að fresta leik Grindavíkur og Þórs Þ. í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld vegna veikinda leikmanna Þórs Þ. Búið er að setja nýjan leikdag en það er á sunnudagskvöld kl. 19:15.

 

Mótanefnd samþykkti beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda.

 

Leikur Grindavíkur og Þórs Þ. átti að vera í beinni á Stöð 2 Sport en í stað hans verður leikur Hauka og Þórs Ak. sýndur og hefst hann kl. 19:15.