7 okt. 2017Í dag fara fram tveir leikir, einn í Domin's deild kvenna og einn í Domino's deild karla. Í Borgarnesi tekur Skallagrímur á móti nágrönnum sínum úr Stykkishólmi, liði Snæfells. Í Domino's deild karla fer fram frestaður leikur Grindavíkur og Þórs Þ. síðan á föstudagskvöldið í Mustad höllinni í Grindavík. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Leikir kvöldsins:
⏰ 19:15 
🏀 Domino's deild kvenna: Skallagrímur - Snæfell
🏀 Domino's deild karla: Grindavík - Þór Þorlákshöfn

Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.

#korfubolti