9 okt. 2017Í kvöld fer fram síðari leikurinn í forkeppni Maltbikarsins 2017-2018 en þá tekur Reynir Sandgerði á móti Stjörnunni-b í Sandgerði. Leikurinn hefst kl. 19:00.

Fyrri leikurinn í forkeppninni fór fram á fimmtudaginn sl. en þar lagði Ármann lið KV í Kennó þar sem lokatölur urðu 74:69. 

Ármann og sigurvegari leiksins í kvöld fara áfram en búið er að draga og mæta Ármenningar liði Keflavíkur og sigurvegari kvöldsins mætir Fjölni.

Leikirnir í 32-liða úrslitum karla fara fram dagana 13. -19. október og þá verða allir leikir í lifandi tölfræði.

#maltbikarinn #korfubolti