11 okt. 2017Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino’s deild kvenna kl. 19:15. Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar sem einnig átti að fara fram var frestað um einn dag og fer því fram á morgun fimmtudag.

Stöð 2 Sport verður í Valshöllinni og sýnir beint leik Vals og Skallagríms. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is

Leikir kvöldsins: 
🏀 Valur - Skallagrímur
🏀 Breiðablik - Keflavík
🏀 Snæfell - Haukar

#korfubolti