3 nóv. 2017Í kvöld hefjast 16-liða úrslit karla og kvenna í Maltbikarnum með tveim leikjum.

Í Dalhúsum mætast hjá konunum Fjölnir og Skallagrímur kl. 19:15 en þetta eru fyrstur leikir liðanna í keppninni í ár. Alls eru 13 lið skráð til leiks hjá konunum og verða því fimm viðureignir í þessari umferð og þrjú lið sitja hjá fyrir 8-liða úrslitin.

Hjá körlum mætast í DHL-höllinni kl. 20:00 lið KR-b og Breiðabliks. Bæði lið hafa leikið einn leik í 32-liða úrslitunum og munu nú keppast um að eiga sæti í 8-liða úrslitum keppninnar eftir leik kvöldsins. 

Báðir leikirnir verða í lifandi tölfræði á kki.is

#maltbikarinn #korfubolti