14 jan. 2018

Fyrsti úrslitaleikur dagsins var viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í 9. flokki stúlkna.

Grindvíkingar náðu góðu forskoti í upphafi leiks og héldu því stóran hluta af leiknum. Njarðvíkingar gerðu harða atlögu að Grindvíkingum í lokaleikhlutanum og náðu muninum niður í tvö stig þegar skammt var til leiksloka. En Grindvíkingar reyndust sterkari í blálokin og lönduðu þriggja stiga sigri 50-47.

Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 11 stig, sex fráköst, þrjár stoðsendingar og þrjá varin skot.

Til hamingju Grindavík