14 jan. 2018

Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þ. varð bikarmeistari í 9. flokki drengja eftir úrslitaleik við Keflavík.

Sunnlendingar náðu fljótt tökum á leiknum og keyrðu upp þægilegt forskot. Þrátt fyrir töluverðan mun gáfust Keflvíkingar aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu að halda í við Hrunamenn/Þór Þ. En það dugði ekki til og HSK liðin Hrunamenn og Þór Þ. unnu leikinn og eru því bikarmeistarar. Lokatölur 79-43.

Eyþór Orri Árnason var valinn besti maður leiksins en hann var með 23 stig, gaf 11 stoðsendingar, tók fjögur fráköst, stal þremur boltum og varði tvö skot.

Til hamingju Hrunamenn og Þór Þ.