14 jan. 2018

Í drengjaflokki mættust tvö sterk lið en þar áttust við Stjarnan og Þór Ak.

Fyrstu mínúturnar skiptust liðin á körfum en fljótlega í fyrsta leikhluta skildi á milli og Þórsarar keyrðu upp muninn og í hálfleik leiddu þeir 51 stigi gegn 28. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Garðbæinga í seinni hálfleik voru Þórsarar einu númeri of stórir fyrir þá bláklæddu og enduðu leikar þannig að Þór Ak. vann 83-105.

Besti maður leiksins var valinn Hilmar Smári Henningsson en hann var með 33 stig, gaf níu stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

Til hamingju Þór Ak.