19 jan. 2018

Í kvöld lýkur 14. umferð Domino's deildar karla með tveimur leikjum. Kl. 19:15 mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda Valur og Höttur. Kl. 20:00 er svo komið að beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Grindavík fær Keflavík í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík.

Að loknum seinni leik kvöldsins verður svo allt fjörið í Domino's deildunum gert upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport kl. 22:00.


⏰ 
19:15

🏀 Valur-Höttur 

⏰ 20:00

🏀 Grindavík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport

#korfubolti