7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki stúlkna í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. 

Það var lið Grindavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

Grindavík lék í undanúrslitunum gegn Keflavík og í hinum undanúrslitaleiknum var það Tindastóll/Þór Akureyri sem hafði betur gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það Grindavík sem vann Tindastól/Þór Akureyri en lokatölur urðu 59:27.

Þjálfari liðsins er Ellert Magnússon.

Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins en hún var með 16 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 3 skot í leiknum.

KKÍ óskar Grindavík til hamingju með titilinn!

#korfubolti