7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í Drengjaflokki í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. 

Það var lið Hauka sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

Haukar léku í undanúrslitunum gegn KR og í hinum undanúrslitaleiknum var það Stjarnan sem hafði betur gegn Þór Akureyri. Í úrslitaleiknum voru það svo Haukar sem stóðu upppi sem sigurvegarar í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni en lokatölur urðu 79:89 fyrir Hauka.

Þjálfari liðsins Ívar Ásgrímsson.

Hilmar Pétursson var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann endaði skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Hauka.

KKÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn!

#korfubolti