1 jún. 2018
Þótt keppnistímabilinu sé lokið í meistaraflokkum og hjá yngri liðunum í ár þá hefur verið mikið um vera á vegum KKÍ síðan úrslit yngri flokka kláruðustu um miðjan maí og er viðamikið landsliðsár framundan í sumar hjá landsliðum KKÍ.
 
Körfuboltahelgi á Ásvöllum 1.-3. júní
Um helgina 1.-3.júní verið mikið líf og fjör á Ásvöllum. Þar mun fara fram stórt þjálfaranámskeið, KKÍ 3.A hlutinn með erlendum fyrirlesara, en það er Bob McKillop frá Davidson háskólanum í USA. Samhliða námskeiðinu æfa nánast öll yngri landslið KKÍ föstudag til sunnudags, lið drengja og stúkna í U15, U16 og U18 ásamt U20 liði karla. HR og KKÍ standa saman að verkefni og verða með mælingar á öllum yngri liðum stúlkna sem og A-landsliðs kvenna. Þá verður fræðslufundur og fyrirlestrar fyrir yngri landsliðinin á laugardeginum á Ásvöllum. Svo halda æfingar allra landsliðanna okkar áfram næstu vikurnar fyrir komandi verkefni í sumar.
 
Afreksbúðir og Úrvalsbúðir 
Afreksbúðir drengja og stúlkna sem eru 14 ára og fædd 2004 fer fram um helgina í Vesturbænum. Þar hafa yfirþjálfarar  búðanna boðað 50-60 leikmenn úr þessum árgang til æfinga á fyrri æfingahelgi sumarsins, en sú síðari verður í ágúst.
 
Um síðustu helgi fór einnig fram fyrri æfingahelgi Úrvalsbúða sem er fyrir krakka fæddir 2007-2005 og þar voru rúmlega 700 krakkar boðaðir til leiks.
 
A-landslið karla og undankeppni HM
Landslið karla leikur tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM karla í lok júní og byrjun júlí. Báðir leikirnir eru útileikir og byrjar liðið að leika mikilvægan leik gegn Búlgaríu þann 29. júní og fer svo beint í leik gegn Finnum í Helsinki í Hartwall-Arena, þar sem við lékum síðast á EM sl. haust, en leikurinn gegn þeim fer fram 3. júlí.
 
Landsliðsverkefni yngri liða í sumar
Fyrstu mót ársins eru alþjóðlegt mót U15 liðanna í Kaupmannahöfn og Norðurlandamót U16 og U18 liða drengja og stúlkna. Í kjölfarið fara þau öll í sín Evrópumót á vegum FIBA síðar í sumar sem og bæði U20 lið karla og kvenna sem fara á sín EM mót í júlí.

#korfubolti