27 jún. 2018

Íslensku U16 og U18 ára liðin eru stödd í Kisakallio í Finnlandi til að keppa á norðurlandamóti. Aðstaðan sem liðin hafa er alveg til fyrirmyndar hvort sem það er til æfinga eða keppni. Liðin komu í gær og æfðu þá sem og þau taka tvær æfingar í dag.

Á morgun hefst mótið og verða allir leikir mótsins í lifandi tölfræði á heimasíðu finnska sambandsins sem og allir leikir mótsins verða í beinni netútsendingu á Youtube síðu finnska sambandsins.

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.