1 júl. 2018

Þá er komið að danska deginum. Tvö lið Íslands eiga enn eftir að landa sigri en það eru U16 stúlkur og U18 drengir. Fá þau tækifæri í dag til að ná í sigur gegn afar verðugum andstæðingum.

Strákarnir í U16 eru að eltast við sigur á mótinu en með sigri gegn Dönum eru þeir enn í þeirri stöðu að vinna mótið.

Kl. 16.00(13.00 ísl. tíma) U18 drengir á velli SUSI 2.
Kl. 18.00(15.00 isl. tíma) U18 stúlkur á velli SUSI 1.
Kl. 18.15(15.15 ísl. tíma) U16 stúlkur á velli SUSI 2.
Kl. 20.15(17.15 ísl. tíma) U16 drengir á velli SUSI 3.

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.