2 okt. 2018

Hinn árlegi kynningarfundur fyrir Domino's deildir karla og kvenna verður haldinn í fundarsölum nýju Laugardalshallarinnar i dag þriðjudaginn 2. október í hádeginu. Þangað hafa verið boðaðir fjölmiðlar sem og þjálfarar, forsvarsmenn og leikmaður frá hverju liði í Domino's deildunum í vetur.
 
Á fundinum verður deildin kynnt fyrir veturinn, spá þjálfara, fyrirliða og formanna opinberuð og þjálfarar og leikmenn allra liða í deildum karla og kvenna verða á staðnum klárir í viðtöl og myndatökur. Einnig verður spá fyrir 1. deildirnar kynnt líkt og hjá Domino's deildar liðunum.

Hér má sjá Kynningarhefti Domino's deildanna 2018-2019 sem sett var saman fyrir upphaf tímabilsins en þar má sjá leikmannalista og leikjaplan vetrarins meðal annars sem og útsendingar Stöðvar 2 Sport frá leikjum í Domino's deildum karla og kvenna.

#korfubolti