10 okt. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir nokkur mál á fundi sínum í vikunni.

Úrskurður nr. 1 og 2 2018/2019
Aga- og úrskurðarnefnd bárust tvær atvikaskýrslur frá dómurum í æfingaleik Stjörnunnar og Keflavíkur í 10. flokki drengja sem fram fór þann 26. september 2018. Nefndin aflaði þeirra upplýsinga að dómaranefnd KKÍ hefði ekki raðað dómurum á þessa æfingaleiki. Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, sbr. til hliðsjónar 1. mgr. 6. gr. sömu reglugerðar, hefur nefndin ákveðið að taka ekki þessi mál til úrskurðar. Er þeim vísað frá nefndinni.

Úrskurður nr. 3 2018/2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðmundur Gunnarsson, leikmaður mfl. kk. hjá Vestra, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vestra og Snæfells í Íslandsmóti KKÍ, 1. d. kk, sem leikinn var þann 5. október 2018.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun.