17 des. 2018Í kvöld, mánudaginn 17. desember, lýkur 16-liða úrslitum karla og kvenna í Geysisbikarnum þegar tveir kvennaleikir fara fram og einn leikur hjá körlunum. 

RÚV sýnir beint frá leik karla milli Þórs Þ. og Njarðvíkur og netútsending verður frá leik Hauka og Grindavíkur á tv.haukar.is.

Þriðjudaginn 18. desember verður síðan dregið í 8-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum kl. 12.15. 

16-liða úrslit Geysisbikars kvenna:
Kl. 19:15 Haukar-Grindavík · DB Schenkerhöllin
Kl. 19:15 Keflavík-Fjölnir · Blue-höllin

16-liða úrslit Geysibikars karla:
Kl. 19:30 Þór Þ.-Njarðvík · Icelandic Glacial-höllin · Sýndur BEINT á RÚV2

#korfubolti #geysisbikarinn