14 feb. 2019

Tvö gríðarsterk lið mættust í seinni undanúrslitaleik dagsins í undanúrslitum Geysisbikar karla.

Öflugur varnarleikur einkenndi byrjunina á fyrsta leikhluta sem endaði 18:13. Eftir það voru liðin komin í takt og buðu leikmennirnir upp á hver gæðatilþrifin á eftir öðru, áhorfendum til mikillar gleði.

Leikurinn endaði með 81:72 sigri Njarðvíkinga sem þýðir að tvö efstu liðin í Domino's deildinni mætast í úrslitaleiknum sem fram fer laugardaginn 16. febrúar kl. 16:30 í Höllinni.

Til hamingju Njarðvík!

#korfubolti #geysisbikarinn