14 feb. 2019

Stjarnan og ÍR áttust við í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Geysisbikarnum í meistaraflokk karla. Fólk mætti snemma í hús og voru mikil læti í áhorfendum.

Fyrri hálfleikur var leikur áhlaupa þar sem liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð. Í hálfleik munaði einu stigi 41-42 ÍR í vil.

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik þar sem liðin skiptust á körfum. Góður kafli í fjórða leikhluta kom Stjörnunni yfir og héldu þeir forskotinu út leikinn og eru þeir á leið í úrslitaleik Geysisbikarsins á laugardaginn. Lokatölur leiksins 87-73.

Til hamingju Stjarnan.