20 mar. 2019KKÍ og Errea hafa endurnýjað og gert nýjan samning til næstu fjögurra ára, en landslið KKÍ hafa klæðst Errea fatnaði síðan 2014, og munu því gera það áfram út árið 2022. Mikil ánægja er hjá KKÍ með nýja samninginn og hefur samstarfið við Errea á Íslandi reynst KKÍ og leikmönnum þess mjög vel.
 
Errea sér landsliðum KKÍ fyrir keppnisfatnaði sem og æfingafatnaði og ferðafatnaði fyrir verkefni landsliðana að venju.

Það voru þeir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi sem undirrituðu samninginn á dögunum.

Errea er til húsa í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi og þar fást meðal annars KKÍ/Íslands vörurnar ásamt ýmsum öðrum íþróttafatnaði. Félög geta fengið nánari upplýsingar um heildarlausnir í keppnis og æfingafatnaði hjá Errea en nokkur lið eru nú þegar í Errea með sínar körfuknattleiksdeildir þar mikill kostur er að í boði er að fá heildarlausnir fyrir alla deildina, hvort sem er innan eða utan vallar fyrir alla körfuknattleiksiðkendur, unga sem aldna.

#korfubolti