20 mar. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi máli í vikunni.

Agamál nr. 40/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Matej Bujovac, leikmaður mfl. Skallagríms, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Skallagríms gegn Þór Þorlákshöfn í Íslandsmóti meistaraflokks karla, sem leikinn var þann 3. mars 2019. 

Agamál nr. 41/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, leikmaður mfl. Snæfells, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Keflavíkur gegn Snæfelli í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna, sem leikinn var þann 6. mars 2019.  

Agamál nr. 42/2018-2019
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði Sæmundur Þór Guðveigsson, leikmaður drengjaflokks FSU, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Keflavíkur gegn FSUi í Íslandsmóti drengjaflokks, sem leikinn var þann 12. mars 2019.