23 apr. 2019Í kvöld er komið að því að úrslitaeinvígi Domino's deildar karla tímabilið 2018-2019 hefjist. Þar verða það KR og ÍR sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár og mun það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampa titlinum. Allir leikir úrslitanna verða í beinni á Stöð 2 Sport og verður leikurinn í kvöld sýndur kl. 19:15 beint frá DHL-höllinni.

Allt um fyrsta leikinn má lesa hér, hvenær húsið opnar og linkur á miðasölu KR á netinu:

🏆 ÚRSLIT
🍕 Domino's deild karla
1️⃣ Leikur 1
🗓 Þri. 23. apríl
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is
🎪 DHL-höllin, Vesturbæ
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport
⏰ 19:15

🏀 KR-ÍR

#korfubolti #dominosdeildin