21 jún. 2019

KKÍ hefur birt og sent félögunum fyrstu drög fyrir Domino‘s deild kvenna og 1. deild kvenna fyrir tímabilið 2019-2020. Drögin fara nú í yfirferð hjá félögunum en þau hafa til 8. júlí að koma að sínum athugaemdum og beiðnum.  Einhverjar færslur á milli leikdaga eiga því eftir að verða vegna þessa og vegna sjónvarpsleikja.

15 félög senda lið í tvær efstu deildir kvenna en skráning í 2. deild lýkur í ágúst eins og með 2. og 3.deild karla.

Valur hefur titilvörn sína í Domino´s deildinni með því að heimsækja nýliða Grindavíkur í fyrstu umferð.

Silfurlið Keflavíkur fer í DHL Höllina og heimsækir KR.

 Leikjaniðurröðunina má sjá hér

 

Í 1. deild kvenna fá deildarmeistarar síðasta tímabils í Fjölni lið Stjörnunnar í heimsókn í fyrstu umferð en Stjarnan spilaði í Domino‘s deildinni síðasta vetur.

Tvö ný lið eru í deildinni í vetur.  Keflavík b, sem fær ÍR í heimsókn og Grindavík b sem heimsækir Tindastól í fyrstu umferð.

Leikjaniðurröðunina má sjá hér