21 jún. 2019

Nú er að hefjast fyrstu leikir hjá okkar U15 ára liðum á Copenhagen-Invitational mótinu í Kaupmannahöfn en öll liðin okkar leika tvo leiki í dag. Í gær ferðuðust liðin út og komu sér fyrir í Farum og framundan eru eftirtaldir leikir.

Drengir:
Ísland bláir eiga fyrsta leik okkar liða og leika í dag kl. 07:30 gegn Noregi og svo aftur kl. 13:00 gegn Englandi 1.
Ísland hvítir leika í dag kl. 09:00 gegn Skotlandi og svo seinni leik sinn kl. 15:00 gegn Topsportschool VBL frá Belgíu.

Stúlkur: 
Ísland hvítar leika gegn Skotlandi U16 kl. 11:00 og eiga svo leik kl. 17:00 gegn Csata DSE frá Ungverjalandi.
Ísland bláar leika fyrst gegn Berlín BBV kl. 11:00 og svo kl. 17:30 gegn Englandi 1.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á síðu mótsins, facebook-síðu mótsins sem og á facebook-síðu KKÍ að auki. Þá er í boði að kaupa sér streymisaðgang frá leikjunum einnig fyrir lítið gjald.

Heimasíða mótsins: www.cph-invitational.dk/
FB-síða mótsins: www.facebook.com/CopenhagenInvitational/
Streymi frá leikjum: www.solidsport.com/copenhageninvitational

#korfubolti