22 jún. 2018

Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. Tryggvi Hlinason, landsliðsmaður, sem var meðal þeirra leikmanna sem komu til greina til að vera valdir í nýliðavalinu var ekki valinn.

Vonir stóðu til að hann yrði valinn í seinni hluta seinni umferðarinnar en þegar á reyndi var hann ekki valinn.

Deandre Ayton var valinn nr. 1 af Phoenix og Luka Doncic sem við Íslendingar þekkjum vel eftir EM í Helsinki var valinn nr. 3 af Atlanta en var þó fljótlega skipt til Dallas.