AfreksbúðirKKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands. Yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni fædd 2005 og verða haldnar tvisvar í sumar. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 55 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga.

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2019 eru þeir Snorri Örn Arnaldsson hjá drengjum og Helena Sverrisdóttir hjá stúlkum.

Fyrri æfingahelgin: 8.-9. júní í Origo-Valshöllinni að Hlíðarenda.

Dagskrá:

Stúlkur · æfingahelgi 1 · 8.-9. júní í Origo-Valshöllinni að Hlíðarenda.
Laugardagur 8. júní     kl. 08:30-11:00  og  13:30-15:30
Sunnudagur 9. júní       kl. 11:00-13:00  og  15:00-17:00

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 
Drengir · æfingahelgi 1 · 8.-9. júní í Origo-Valshöllinni að Hlíðarenda.
Laugardagur 8. júní      kl. 11:00-13:30  og  15:30-17:30
Sunnudagur 9. júní       kl. 09:00-11:00  og  13:00-15:00


ATH: Síðari æfingahelgin verður: 
31. ágúst-1. september í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bréfin á .pdf formi sem send voru leikmönnunum sem boðaðir voru:

Bréf stúlkna

Bréf drengja

-> Skráningarsíðu Afreksbúða er að finna hérna 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira